Forsetaviðtalið: Höfum brýnni verkefni hér heima en að reyna að bjarga heiminum

Gústaf SkúlasonArnar Þór Jónsson, Innlendar, Kosningar2 Comments

Það er í mörgu að snúast hjá þeim sem hafa ákveðið að gefa kost á sér í framboð til forsetaembættis á Íslandi ár 2024. Fréttin.is náði tali af Arnari Þór Jónssyni fv. héraðsdómara laugardagsmorgun, en hann hefur fulla dagskrá og meira en það fram að kjördegi 1. júní.  Viðtalið má sjá hér að neðan.

Margt bar á góma og eflaust hafa sumir heyrt sumt af því áður en Arnar hefur verið í fjölmörgum viðtölum að undanförnu og rækinn við að vekja landsmenn til umhugsunar og viðræðu um hagsmuni þjóðarinnar.  Hann hefur ferðast vítt og breitt um landið að undanförnu. Arnar Þór segir, að hann vilji ræða við þjóðina um þær hættur sem steðja að okkar unga lýðveldi bæði innan lands sem utan.

Þungu málin koma því fram í viðtalinu og það alþjóða stofnanaveldi sem sækist eftir völdum yfir sjálfstæðum ríkjum. Ísland sem örlítil þjóð hefur hvorki atorku né umfang auðæfa til að aðstoða alla við allt sem þarf að gera til að „bjarga heiminum.“

Þeir ofurríku hafa einkennilegar hugmyndir um lýðræðið og sagði Arnar Þór að stofnandi Alþjóða Efnahagsráðsins „World Economic Forum“ hefði lýst því yfir, að

„það þyrfti ekki að halda neinar kosningar í framtíðinni, því gervigreindin sæi fyrir hvað fólk myndi kjósa.“

Arnar Þór varar einmitt við því í grein í Morgunblaði dagsins, að íslenska lýðveldið sem er 80 ára nái ekki einu sinni 100 ára aldri:

„Ég tel að það sé víða vegið að sjálfstæði lýðveldisins okkar. Nú fögnum við í ár 80 ára afmæli þess. Ég er ekki viss um að við munum sjá það verða 100 ára með sama áframhaldi og ég meina það. Við getum vart treyst núverandi þingmönnum fyrir framtíð landsins, svo aumt er ástandið orðið.“

Arnar segir enn fremur í sama viðtali:

„Mér sýnist ekki vanþörf á því að stuðla að einhverskonar siðbót í íslenskum stjórnmálum.“

Undir þessi orð forsetaframbjóðandans má taka. Í viðtalinu við Fréttina er samanburður gerður á forsetakosningum á Íslandi og komandi kosningum til ESB-þingsins sem ýmsir telja að verði spurning um hvort þriðja heimsstyrjöldin skelli á eða hvort sjálfstæðisöfl þjóðríkja ESB nái það sterkum ítökum sem nái að hindra slíka vegferð til heljar. Arnar bendir á að Ísland er herlaust land og á engan veginn að kynda undir ófrið í heiminum.

Mörg fleiri mál eins og að Arnar gæti orðið fyrsti forseti fæddur í Vestmannaeyjum voru rædd. Smelltu á spilarann hér að neðan til að hlusta á viðtalið.

2 Comments on “Forsetaviðtalið: Höfum brýnni verkefni hér heima en að reyna að bjarga heiminum”

  1. Með fullri virðingu fyrir öllum öðrum frambjóðendum þá er bara einn sem kemur til greina… Arnar Þór er minn forseti alla leið.

Skildu eftir skilaboð