Læknir krefst þess að ákvörðun um sóttkví verði borin undir dómstóla

frettinInnlendarLeave a Comment

Guðmundur Karl Snæbjörnsson heimilislæknir lenti hér á landi í morgun og ætti samkvæmt nýjustu sóttvarnarreglum að sæta fimm daga sóttkví þar sem hann er ekki bólusettur fyrir Covid. Hann bendir á að það sé ekki meiri hætta sem stafi af óbólusettum en bólusettum. 

Læknirinn segir engar vísindalegar forsendur liggja fyrir þessari mismunun sem er auk þess augljóslega brot á stjórnarskrá landsins. Ekki ósvipað því þegar skylda átti fólk í stofufangelsi sóttvarnahótelanna  hér forðum.
 
„Sóttvarnalæknir verður einfaldlega að sýna fram á einhver vísindi þessu til stuðnings, nægir ekki þó honum hugnist, eða af „pólitískum" ástæðum vilji hann og heilbrigðisráðherra mismuna fólki, það líka ólöglega. Þetta þarf að fella úr gildi, þess vegna þessi kæra eins og fram kemur hér að neðan, segir Guðmundur Karl læknir á facebook þar sem hann birtir kæruna."
Image

Skildu eftir skilaboð