Vel gengur að ná hjarðónæmi hér á landi en 61 smit innanlands af Covid-19 greindust í gær og er það hæsta smittalan í rúmlega mánuð. Af þessum 61 voru 35 í sóttkví.
Í tilkynningu frá Almannavörnum segir að smitrakning gangi vel. Nær hún helst til Norðurlands en þar greindust 25 smit í gær.
„Smitin á Akureyri teygja anga sína um allt samfélagið en flest smitin tengjast inn í grunnskólana en einnig inn í ýmist félagsstarf og íþróttaiðkun,“ segir í tilkynningunni.
Í ágúst síðastliðnum greindi Þórólfur Guðnason Sóttvarnarlæknir frá því að veiran yrði að dreifa sér um samfélagið til að ná upp hjarðónæmi og mótefni eftir sýkingu veittu bestu vörnina og væri mun betri en bóluefnin sem ekki hafa staðist væntingar.