Bóluefnavegabréf rúmlega milljón Ísraela að renna út

frettinInnlendarLeave a Comment

Rúmlega milljón Ísraelar eiga nú á hættu að missa bóluefnavegabréf sín þar sem þeir hafa ekki farið í þriðju sprautuna.  Það þýðir að þeim verður meinaður aðgangur að öllum innanhús viðburðum. Þeir sem geta sýnt fram á nýlega sýkingu af Covid eru þó undanþegnir banninu. Þúsundir Ísraela hafa farið í þriðju sprautuna eftir að ríkisstjórn landsins uppfærði skilgreininguna á því hvað telst vera „fullt ónæmi."

Ísrael sem var fyrsta ríkið til að nota Pfizer bóluefnið notaði örvunarskammta til að komast hjá lokunum í ágúst sl. þegar virkni bóluefnisins tók að dvína og smitum snarfjölgaði, sérstaklega meðal eldri borgara sem tóku að fylla sjúkrahúsin í Ísrael vegna mikilla Covid veikinda.

Financial Times segir frá

Hér má sjá hvernig smitum fjölgaði í Ísrael yfir sumartímann þrátt fyrir að vera það ríki sem komið er einna lengst í bólusetningum.


Image

Skildu eftir skilaboð