Sigríður Á. Andersen, fráfarandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir engar lagalegar eða læknisfræðilegar ástæður renna stoðum undir núverandi sóttvarnaráðstafanir. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, samþykkti tillögu sóttvarnalæknis í gær um að framlengja gildandi sóttvarnaráðstafanir vegna faraldurs covid-19 til 20. október. „Það er ekkert þannig neyðarástand í gangi sem réttlætir að menn séu að beita ákvæði í sóttvarnarlögum sem heimilar sóttvarnalækni, og heilbrigðisráðherra að tillögu … Read More