Opið bréf til Landskjörstjórnar – Guðbjörn Jónsson

frettinInnlendarLeave a Comment

Guðbjörn Jónsson samfélagsrýnir og fv. ráðgjafi skrifaði opið bréf til Landskjörstjórnar vegna vistaskipta Birgis Þórarinssonar.


OPIÐ BRÉF TIL LANDSKJÖRSTJÓRNAR

Á forsíðu Morgunblaðsins í dag, 9. október 2021, er sú frétt að þingmaður sem nýlega var kjörinn á þing fyrir Miðflokkinn, hafi sagt sig úr þeim flokki og gengið til lið við „þingflokk“ Sjálfstæðisflokksins. Ég spyr hvort Landkjörstjórn hafi staðfest þessa breytingu á úthlutun þingsæta, eða muni bregðast við þessu svo sem lög segja fyrir um?

Þegar litið er til kosningalaga er ljóst að framboð til Alþingis eru eingöngu miðuð við stjórnmálasamtök og framboðslistar tengdir slíkum samtökum teljist löglegir til framboðs ef tala frambjóenda sé rétt, miðað við tvöfaldan þingmannalfjölda kjördæmisins. Af þessu er ljóst að ekkert persónukjör eigi sér stað. Það hlýtur að þýða að persóna sem skipað hafði sæti á framboðslista einhvers flokks, og fengið úthlutað fyrir þann flokk einu af þingsætum hans, tekur síðan ákvörðun um að segja sig úr þeim flokki sem hafði fengið úthlutað þingsæti. Sá einstaklingur sem fengið hefur úthlutað einu af þingsætum þess flokks, sem hann bauð sig fram fyrir, tekur síðar ákvörðun um að segja sig úr þeim stjórnmálaflokki hlýtur að yfirgefa þingsætið því það var flokkurinn sem hlaut kjörfylgið og þar með úthlutun þingsæta.

Sá einstaklingur sem tekur þá ákvörðun að yfirgefa þann flokk sem hann var í framboði fyrir og fékk úthlutað einu af þingsætum þess flokks, hefur væntanlega ekki vald til að taka kjörfylgi flokksins frá þeim flokk sem hann bauð sig fram fyrir og binda það við persónu sína. Og flytja þannig kjörfylgi þess flokks sem hann bauð sig fram fyrir, yfir til annars flokks og færa þeim þar með þingsæti sem þeir höfðu ekki kjörfylgi fyrir.

Ég vænti þess að treysta megi því að Landkjörstjórn bregðist við þessu brotthvarfi þingmanns Miðflokks í Suðurkjördæmi með því að ógilda kjörbréf hans og úthluta þingsæti Miðflokksins til þess aðila sem þá er orðinn efstur á listanum, að frágengnum þeim sem var í efsta sæti en sagði sig úr flokknum og þar með frá þingsæti flokksins. Það var því kjörfylgi Miðflokks sem fékk kjörfylgi til að fá þingsætinu úthlutað og Miðflokkurinn hlýtur lögum samkvæmt að halda kjörfylginu og þingsætinu, sem gangi til núverandi efsta manns á lista Miðflokks að efsta manni í framboði frágengnum er hann sagði sig úr flokknum.

Ég skora hér með á Landskjörstjórn að bregðast við þessum tíðindum og stöðva nú þegar þá ólöglegum upptöku kjörfylgis stjórnmalaflokka sem stunduð hefur verið um langan tíma þegar þingmenn sem tekið hafa sæti fyrir einhvern stjórnmálaflokk á þingi, segja sig úr flokknum og frá kjörfylginu, en gangi samt með þingsæti þess flokks sem fólk sagði sem yfirgefinn var, yfir til þess flokks sem það gengur í.

Nú sit ég hér með „Lýsingu á úthlutun þingsæta“, eftir Þorkel Helgason, fyrir framan mig. Sú Lýsing sem um ræðir var unnin fyrir Landkjörstjórn 2013. Þegar þær reglur sem þar er lýst um jöfnun þingsæta milli stjórnmálaflokka út frá kjörfylgi, annars vegar í kjördæmi en hins vegar á landsvísu, getur tæplega samræmst hoppi með eitt þingsæti milli flokka, án þess að raska öllum niðurstöðum kosninga, bæði kjördæmakjörna og jöfnunarsæta. Það er því engin vissa fyrir því að, eftir slíkan tilflutning þingsætis milli stjórnmálaflokka, án atbeina Landskjörstjórnar, verði Alþingi rétt skipað samkvæmt niðurstöðum síðustu Alþingiskosninga, sem kollvarpað geti lögmætis Alþingis til löggjafarstarfa.

Að sinni mun ég ekki bregðast frekar við þessum fréttum og gefa þannig Landkjörstjórn eðlilegt svigrúm til að framkvæma þær kjörbréfabreytingar sem hin umrædda frétt á forsíðu Morgunblaðs upplýsti landsmenn um.

Skildu eftir skilaboð