Tilkynntum andlátum eftir Covid bólusetningar hefur fjölgað um eina frá því að Lyfjastofnun birti síðast sundurliðun yfir alvarlegar tilkynningar um aukaverkanir. Þann 28. september voru tilkynnt andlát vegna Pfizer 23 talsins.
Í fréttatilkynningu sem stofnunin sendi frá sér í morgun er fjöldinn 24 vegna Pfizer og sbr. merkingar Lyfjastofnunar (***) hefur viðkomandi verið á aldursbilinu 65-74 ára. Nákvæmari aldur er ekki gefinn upp.
Átta tilkynningar um andlát vegna annarra bóluefna en Pfizer hafa borist Lyfjastofnun. Í dag hafa 3291 tilkynningar um aukaverkanir borist stofnunni, þar af 221 alvarleg. Í síðustu fréttatilkynningu frá 28. september voru alvarlegar tilkynningar 207. Þeim hefur því fjölgað um 14.
One Comment on “Tilkynnt um annað andlát eftir bólusetningu með Pfizer til Lyfjastofnunar”
Þarna hefur því einhver lifað af tvær sprautur en ekki þrjár. Sorglegt.