Mótmælendur hópuðust að breskum ráðherra

frettinErlent

Mótmælendur hópuðust að breska ráðherranum Michael Gove á götum Westminster í dag þar sem hann var einn á leið til skrifstofu sinnar. Ókvæðisorð voru hrópuð að honum og hefur atvikið verið kallað „fyrirlitlegt" af ríkisstjórninni.

Atburðurinn á sér stað á sama tíma og áhyggjur af öryggi þingmanna hafa aukist eftir að þingmaðurinn Sir David Amess var stunginn til bana.

Á upptökum má sjá einn mótmælanda beina myndavél að Gove og spyrja: Mr. Gove, hvernig réttlætirðu þessar ólöglegu lokunargerðir sem hafa verið settar á í þessu landi?" Annar heyrist kalla: Handtakið Michael Gove."

Heimild: The Guardian.