Ríkjum heimilað að kaupa efni sem enn er ósamþykkt fyrir börn

frettinErlent

Þann 26. október nk. heldur matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna (FDA) fund þar sem ákveðið verður hvort heimila eigi sprautur í ung börn á aldrinum 5-11 ára vegna COVID-19 með efni Pfizer, eða ekki.

Greinilegt er að sóttvarnaryfirvöld Bandaríkjanna (CDC) eru bjartsýn á að grænt ljós verði gefið því þau hafa nú þegar gefið út leiðbeiningar til ríkja Bandaríkjanna um lit á lokinu á glasinu og skammtastærðir og fleira slíkt. Þótt ekki sé búið að samþykkja efnið fyrir börn mega ríkin frá og með deginum í dag byrja að kaupa þau.

Leiðbeiningar CDC má finna hér.

Samkvæmt vef Lyfjastofnunar er viðbúið að ákvörðun um notkun á efni Pfizer í börn á aldrinum 5-11 ára í Evrópusambandinu liggi fyrir í desember.