Fóstureyðingabann í Texas áfram leyft af Hæstarétti Bandaríkjanna

frettinErlent

Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur heimilað Texas að halda nánast algjöru fóstureyðingarbanni í ríkinu. Rétturinn mun taka málið fyrir í næsta mánuði í flýtimeðferð en það er afar sjaldgæft að Hæstiréttur Bandaríkjanna flýti málum.

Fóstureyðingarlögin í Texas, þekkt sem SB8, veita hverjum og einum rétt til að lögsækja lækna sem framkvæma fóstureyðingu eftir sex vikna meðgöngu eða fyrir þann tíma sem flestar konur vita að þær séu barnshafandi.

Hæstiréttur sagðist ætla að einbeita sér að því hvernig lögin voru samin og hvort það standist lög.

Undirréttir eiga enn eftir að kveða upp úrskurð um svokölluð Texas Heartbeat lög.

Hin umdeildu lög heimila undanþágu frá banninu ef um heilsufarslega neyð er að ræða, en ekki vegna þungunar eftir nauðgun eða sifjaspell. Lögin banna fóstureyðingu eftir það sem hefur verið nefnt hjartslátt fósturs."

Ríkisstjórn Bidens hefur áður sagst ætla að biðja hæstarétt um að stöðva lagasetninguna. Frá árinu 1973 hafa konur í Bandaríkjunum átt rétt á fóstureyðingu fram að 22 til 24 vikna meðgöngu.

Sjá nánar á BBC.