Greint er frá því á vef stjórnarráðsins 25. október að ekkert bólusett barn hafi til þessa smitast af COVID-19 og vörnin sögð vera 100%. Í tilkynningu er ályktað að af þessu megi ráða að bóluefnin veiti 100% vörn gegn smiti eða orðrétt Árangursrík bólusetning 12-15 ára barna – 100% vörn.
Á vef RÚV, sem einnig flutti þessa frétt sama dag birtist hins vegar leiðrétting, þar sem greint var frá ábendingu um eitt smit hjá bólusettu barni. Aðspurður skýrði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir þetta þannig að „upplýsingar um smit meðal fullbólusettra barna hafi verið teknar saman í síðustu viku. Upplýsingarnar í samantektinni kunni að hafa legið fyrir áður en smit barnsins var greint. Það komi ekki á óvart að fullbólusett barn greinist með sjúkdóminn.“
Daglegar smittölur eru hins vegar ávallt birtar degi eftir að smitið greinist á covid.is, ekki viku síðar, og ættu því að koma fram í 14 daga meðaltali. Tölur sem þar birtast um smit barna eru vægast sagt einkennilegar í samanburði við tölur um smit meðal fullorðinna. Meðal fullorðinna eru um 2/3 hlutar smita meðal bólusettra, en meðal barna koma ekki fram upplýsingar um neitt smit meðal bólusettra. Í kjölfar fréttaflutningsins hafa fleiri ábendingar um smit meðal bólusettra barna komið fram. Fréttin hvetur þá sem hafa vitneskju um slík tilfelli til að hafa samband við blaðamenn og upplýsa um slík tilfelli. Fréttin gætir vitanlega fullrar nafnleyndar og hefur nú kallað eftir gögnum um smit eftir bólusetningarstöðu og aldri frá embætti Landlæknis og væntir þess að þau berist sem fyrst svo taka megi af allan vafa."
Ríflega 2000 aukalegar tilkynningar frá Landlækni
Í síðustu viku kom fram á vef Lyfjastofnunar að Landlæknisembættið hafi sent Lyfjastofnun ríflega 2000 auka tilkynningar um aukaverkanir sem Landlæknisembættið hafði safnað saman frá upphafi bólusetninga gegn COVID-19, eða frá því í desember 2021. Allar tilkynningarnar vörðuðu einstaklinga sem hafa verið bólusettir en hafa greinst með COVID-19 smit, segir í tilkynningunni sem nú hefur verið fjarlægð af vef Lyfjastofnunar (sjá mynd neðar).
Athygli vekur að svo margir bólusettir hafi smitast en að enginn bólusettur í aldursflokknum 12-15 ára hafi smitast miðað við nýjustu fréttir. Eins er athyglisvert að það komi sóttvarnarlækni ekki á óvart að fullbólusett barn greinist með sjúkdóminn, þegar því hefur veirð haldið fram að bóluefnið sé 100% öruggt fyrir þann aldurshóp og að ekkert smit hafi greinst í hópi 12-15 ára bólusettra barna.
Tilkynning sem var fjarlægð hjá Lyfjastofnun en mbl.is birti, hljóðaði svona:
„Lyfjastofnun hafa nú borist ríflega 2.000 tilkynningar vegna gruns um aukaverkun frá Embætti landlæknis. Þetta kemur fram á vef Lyfjastofnunar."
„Embætti [landlæknis] hefur safnað gögnunum saman frá því hafist var handa við bólusetningar gegn COVID-19 í lok síðasta árs. Þessar upplýsingar hafa nú verið sendar Lyfjastofnun og nú stendur yfir skráning þeirra í aukaverkanagrunn Lyfjastofnunar samkvæmt leiðbeiningum um lyfjagát,“ segir á vef Lyfjastofnunar
„Allar tilkynningarnar varða einstaklinga sem hafa verið bólusettir en hafa greinst með COVID-19 smit. Þessar upplýsingar hafa áður birst í daglegum smittölum frá sóttvarnalækni en hafa ekki verið færðar inn í aukaverkanagrunn Lyfjastofnunar fyrr en nú."