Útlendingar vistaðir í fangageymslum vegna aðstöðuleysis á Leifsstöð

frettinInnlendar

Umboðsmaður Alþingis hefur haft undir höndum mál varðandi vistun útlendinga sem eru til skoðunar á landamærum. En sökum aðstöðuleysis á flugvellinum hafa útlendingar verið vistaðir í fangageymslum í Reykjanesbæ og eru þar undir stöðugu eftirliti lögreglumanna við allar athafnir, en slíkri vistun hefur þó ekki verið búin sérstök umgjörð í lögum eða reglugerðum. Dómsmálaráðuneytið telur að um frelsissviptingu sé að ræða. Sagt er frá … Read More

Knattspyrnumaðurinn Emil Pálsson fór í hjartastopp – sá fjórði með hjartavandamál á stuttum tíma

frettinErlent

Norska knattspyrnufélagið Sogndal hefur sent frá sér yfirlýsingu varðandi Emil Pálsson sem hneig niður í leik liðsins nú í kvöld. Í stuttri yfirlýsingu félagsins segir að Emil hafi farið í hjartastopp en hann hafi verið endurlífgaður á staðnum. Emil Pálsson er 28 ára fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu sem leikur með norska fyrstu deildar liðinu Sogndal. Hann er þar á láni … Read More

Aukaverkanir vegna bóluefna 153 sinnum fleiri á hvert þúsund en árið 2019

frettinInnlendar

Samkvæmt upplýsingum frá Lyfjastofnun voru tilkynnt 9 tilvik aukaverkana eftir bólusetningu gegn inflúensu á árinu 2019. Pantaðir voru 70.000 skammtar bóluefnis á árinu. Þann 31. október 2021 höfðu samtals 5.497 tilkynningar borist um aukaverkanir vegna bóluefna gegn kórónaveirunni. Þar af voru 547 tilkynningar um alvarlegar aukaverkanir. 32 tilkynningar höfðu borist um andlát þann 26. október 2021. Þann 1. nóvember höfðu … Read More