Mikill mannfjöldi safnaðist saman í miðborg Melbourne í Ástalíu í dag til að mótmæla fyrirhugaðri bólusetningaskyldu Viktoríufylkis og yfirvofandi lagasetningu um faraldurinn sem meðal annars gefur forsætisráðherra Viktoríu, Daniel Andrews, heimild til að lýsa yfir neyðarástandi hvenær sem er, ekki þarf kórónuveirusmit til. Himinháár sektir verða einnig við grímuleysi og mótmælum. Fjöldinn krafðist þess að Daniel Andrews færi frá og kallaði: „Drepið lagafrumvarpið,", fangelsið Andrews" o.fl.
Mikill mannfjöldi gekk frá miðborginni, margir með skilti, að tröppum þinghússins, þar sem fjöldinn hlýddi á ræður þingmannanna Craig Kelly og Bernie Finn.
Mótmælin voru hávær en friðsöm og talsmaður lögreglunnar í Viktoríu sagði að lögreglan væri meðvituð um mótmælin og væru með viðveru á svæðinu allan daginn til að tryggja öryggi mótmælenda og samfélagsins í heild.
Fyrir stuttu var staðan sú í Ástralíu að allir nema einn af 141 sem lágu á sjúkrahúsi með Covid voru fullbólusettir. Þessi eini var hálfbólusettur.
Hér má sjá fjölda myndbanda af viðburðinum sem fólk hefur sett inn á twitter. Myndband má líka sjá neðar og myndaalbúm.