Tvöfaldur barnamorðingi sendur aftur í fangelsi

frettinErlent

Hinn tvöfaldi breski barnamorðingi Colin Pitchfork hefur verið handtekinn og sendur aftur í fangelsi, að sögn dómsmálaráðuneytis Bretlands.

Hann var látinn laus fyrir tveimur mánuðum eftir að hafa varið 33 árum í fangelsi fyrir að myrða tvær unglingsstúlkur á níunda áratugnum.

Talið er að Pitchfork hafi verið settur í gæsluvarðhald á föstudag vegna brots á lausnarskilyrðum.

BBC var sagt að starfsfólk farfuglaheimilis þar sem Pitchfork bjó hefði verið með sífellt meiri áhyggjur af hegðun hans. Ekki kom þó fram að frekari brot hefðu verið framin.

Talsmaður réttargæslunnar sagði: „Að vernda almenning er forgangsverkefni okkar."

Þeir bættu við: „Þegar afbrotamenn rjúfa skilyrði um lausn og skapa þannig hugsanlega aukna hættu, þá hikaum við ekki við að koma þeim aftur í gæsluvarðhald."

Nánar á BBC.