Náinn ættingi sjúklingsins með Omicron nýkominn frá Afríku

frettinInnlendar

Már Kristjánsson yfirlæknir hjá Landspítalanum sagðist ekki hafa „græna glóru“ um hvernig sjúk­ling­ur­inn sem fyrstur hér á landi greindist með omicron afbrigðið hafi smit­ast en hann hafi þó ekki smitast erlendis.

Um var að ræða eldri þríbólusettan mann frá Akranesi sem hafði legið á Heilbrigðisstofnun Vesturlands og verið í sóttkví þegar hann greindist með afbrigðið.

Íbúi á Akranesi hafði samband við Fréttin.is og sagði að heilbrigðisyfirvöldum eigi að vera full kunnugt um stöðu mála og hvernig gamli maðurinn sem liggur inni á spítala hafi smitast af omicron afbrigðinu. Náinn fjölskyldumeðlimur hans var nýkominn frá Afríku. Sá var fullbólusettir og þurfti því reglum samkvæmt ekki að sæta sóttkví. Hann fór í PCR próf við komuna til landsins sem reyndist neikvætt og var því eðlilega í framhaldi í samskiptum við fjölskyldu sína. Hann greinist nokkrum dögum síðar með Covid-19, omicron afbrigðið, og hafði þá smitað sína nánustu.

Skagamaðurinn sem vill ekki láta nafns síns getið bætti því við að: ,,Ekkert væri við þetta óláns sama fólk að athuga, einungis þessar fáránlegu reglur varðandi bólusetta vs. óbólusetta (bólusettir þurfa ekki að sæta sóttkví við komuna til landsins) og má öllu hugsandi fólki vera ljóst að þetta hefur ekkert með smitvarnir að gera."