Verð á olíu og bensíni hækkað mikið að undanförnu – það hæsta í tæp 40 ár

frettinErlent

Neytendaverð í Bandaríkjunum hækkaði á ógnarhraða á árinu fram í nóvember og er hækkunin sú mesta í 39 ár. Ný gögn sem ríkisstjórn Bandaríkjanna gaf út nýlega sýna sjötta mánuðinn í röð þar sem verðbólga fer yfir fimm prósent og gefur til kynna að verðbólga sé framundan sem mun halda áfram að  gera bandaríska hagkerfinu erfitt fyrir.

Hafstofan (The Bureau of Labor Statistics) greindi frá því 10. desember að vísitala neysluverðs (VPI), sem endurspeglar verðbólgu frá sjónarhóli neytenda, hafi hækkað um 6,8 prósent á 12 mánuðum fram í nóvember, tölur sem ekki hafa sést síðan í maí 1982, þegar verðbólgan fór í 6,9 prósent.

Árleg hækkun vísitölu neysluverðs var í samræmi við hagspár, en 0,8 prósent mánaðarleg verðbólga sem BLS greindi frá kom nokkuð á óvart, þar sem hagfræðingar bjuggust við hóflegri hækkun upp á 0,7 prósent. Samt sem áður táknar þetta samdrátt á milli mánaða eftir að verðbólga neysluverðs jókst í október um 0,9 prósent, meira en tvöföldun frá því í september.

Stærsti þátturinn í verðbólgu nóvember mánaðar var bensín, húsaskjól, matur, notaðir bílar, vörubílar og ný farartæki, segir í skýrslu BLS, þar sem fram kemur 3,5 prósent hækkun á orkuvísitölu milli mánaða og 6,1 prósent hækkun á bensínvísitölu.  Á 12 mánaða grundvelli hækkaði orkuverð um 33,3 prósent á meðan matvælaverð hækkaði um 6,1 prósent, og eru árlegar hækkanir á báðum þessum mælikvörðum þær mestu í að minnsta kosti 13 ár.

The Epoch Tmes greindi frá.