Olympíumeistari látinn af Covid – hafði nýlega verið bólusettur til að halda starfinu

frettinErlent1 Comment

Ungverskur fimleikamaður sem vann til gullverðlauna á Ólympíuleikum er látinn 51 árs að aldri af völdum Covid-19.

Szilveszter Csollany vann gull í hringjum í Sydney 2000 og bætti þar með silfurmet sitt á fyrri Ólympíuleikunum í Atlanta.

Búdapest dagblaðið Blikk hefur greint frá því að Csollany hafi veikst í desember og verið settur í öndunarvél á sjúkrahúsi áður en hann lést 24. janúar.

Þrátt fyrir að Csollany hafði, samkvæmt Blikk, lýst andstöðu sinni við Covid bólusetningar á samfélagsmiðlum, hafði hinn sexfaldi heimsmeistaratitilshafi neyðst til að fara í bólusetningu til að mega halda áfram að starfi sínu sem fimleikaþjálfari.

Hann smitaðist af veirunni fljótlega eftir að hafa fengið bólusetninguna, sagði Blikk, og hafði því ekki byggt upp nægjanlegt magn af mótefnum, segir í Independent.

Flestir meginstraumsmiðlar hafa þó sleppt því að nefna bólusetninguna í fréttum sínum.

One Comment on “Olympíumeistari látinn af Covid – hafði nýlega verið bólusettur til að halda starfinu”

  1. Hugsanleg skýring: Tilvitnun í Geert van den Bossch hér í annarri frétt.

    “Bossch svarar: „Það er enginn ávinningur af örvunarskammti og getur öllu heldur valdið miklu meiri skaða og leitt til þess að ónæmiskerfið komist í ójafnvægi. Það eykur aðeins á líkurnar á að fólk hafi á endanum ekkert ónæmi gegn veirunni. Það er mikill misskilningur í gangi hvað varðar ónæmiskerfið okkar og fólk virðist halda að því meiri bóluefni, þeim mun meira ónæmi fái það gegn veirunni. Þetta er mikill misskilningur, það veikir einmitt ónæmiskerfið, segir Bossch.“

Skildu eftir skilaboð