Katy Perry segir að trúin hafi bjargað sér frá sjálfsmorði

frettinErlentLeave a Comment

Í nýlegu viðtali í kanadíska útvarpsþættinum "Q on CBC" talar söngkonan Katy Perry af einlægni um geðheilbrigðisvanda sinn.

Söngkonan sem einnig er dómari í American Idol, segir að hún hafi gengið í gegnum erfiðan tíma þar sem hún íhugaði að svipta sig lífi í kjölfar skilnaðar við leikarann Orlando Bloom árið 2017, auk lélegrar plötusölu.

Perry fannst eins og hún hefði náð botninum í einka- og atvinnulífi sínu og fór að velta sér upp úr í eigin sorg.

„Ég hætti að brosa,“ segir poppstjarnan. „Ég veit ekki hvort bros mitt hafi nokkurn tíma verið alveg einlægt, en þetta bros var staðfestingin, ástin og aðdáunin á umheiminum, og svo breyttist það,“ segir Perry.

Perry og Bloom tóku síðan aftur saman og eiga nú von á sínu fyrsta barni.

„Ég var hætt með kærastanum mínum, sem er núna verðandi barnsfaðir minn, og ég var svo spennt fyrir því að ná langt með nýju plötuna mína, en það gekk ekki eftir, þetta voru mikil vonbrigði, og síðan datt ég bara niður andlega séð,“ segir Perry.

Þegar ég var alveg komin á botninn þá snéri ég mér að sambandinu sem ég átti við Guð. Perry fylltist þakklæti sem hún telur að hafi bjargað lífi sínu.

„Það var mikilvægt fyrir mig að finna botninn, svo ég gæti fundið heilleika minn á ný. Það er meiri fylling í lífi mínu í dag því ég var bara farin að lifa eins og gráðug poppstjarna, innihaldslausu lífi. Lífið er miklu stærra og meira en það,“ segir hún.

„Þakklæti er líklega það sem bjargaði lífi mínu, því ef ég hefði ekki fundið þakklætið hefði ég haldið áfram að velta mér upp úr eigin sorg og sennilega bara hoppað fram af brúnni. En ég fann leiðir til að vera þakklát Guði og minni tilveru,“ segir söngkonan.

Perry segir að trúin hafi hjálpað sér að jafna sig. Eftir að hafa sigrað þunglyndi og kvíða til margra ára, hefur hún nú aðra sýn á lífið.

„Von mín er sú að eitthvað stærra en ég sjálf hafi skapað mig í ákveðnum tilgangi og af einhverri ástæðu, og að ég sé einhvers virði. Maður veit að hver og ein manneskja sem fæðist hér á jörð hefur einhvern tilgang,“ bætti söngkonan við.

Heimild

Skildu eftir skilaboð