Evrópuþingmenn stefna framkvæmdastjórn ESB vegna leynilegra bóluefnasamninga

frettinErlentLeave a Comment

Fimm Græningjar í Evrópuþinginu hafa lagt fram stefnu á hendur framkvæmdastjórn Evrópusambandsins sökum ofurleynilegra bóluefnasamninga, með þeim rökum að ritskoðuðu útgáfurnar sem framkvæmdastjórnin afhenti þinginu „geri þingmönnunum ómögulegt að skilja innihald samninganna.“ Þetta kom fram í yfirlýsingu sem birt var á föstudag.

„Leyndarhyggja er gróðrarstía fyrir vantraust og tortryggni og hún á ekki heima í opinberum samningum við lyfjafyrirtæki,“ sagði Margrete Auken, danskur þingmaður sem tekur þátt í lögsókninni, og bætti við að „neitun framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um gagnsæi á bóluefnasamningum hefur áhrif á tiltrú almennings á getu ESB til að ná bestu mögulegu samningsniðurstöðum fyrir borgarana.“

Þingmennirnir krefjast þess að fá í hendur öll smáatriði sem framkvæmdastjórnin skrifaði undir hjá bóluefnaframleiðendunum BioNTech, Pfizer, Moderna, AstraZeneca, Johnson & Johnson og Novavax, þar á meðal verð á hvern skammt, fyrirframgreiðslur, skilyrði um framlög á bóluefni (til annarra ríkja), ábyrgð og reglur um skaðabótaskyldu.

„Með vörukaupum sem gerð eru fyrir almannafé ættu að fylgja opinberar upplýsingar, sérstaklega ef þau snúa að heilbrigðismálum,“ sagði hollenski Evrópuþingmaðurinn, Kim van Sparrentak, sem einnig er aðili að málsókninni. Hún benti á að „trúnaður í skjóli viðskiptaleyndarmála kyndi aðeins undir óvissu og ótta.”

Auk Margaret Auken og Kim van Sparrentak eru Evrópuþingmennirnir Tilly Metz (Lúxemborg), Jutta Paulus (Þýskaland) og Michele Rivasi (Frakklandi), aðilar að málsókninni. Rivasi er formaður þingnefndar um Covid-19.

Málið er höfðað fyrir Evrópudómstólnum í Lúxemborg, á sama tíma og Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, hefur upplýst að öllum aðildarríkjum ESB verði skylt að innleiða stafrænt Covid bólusetningavottorð frá og með 1. júlí nk. Aðeins 15 aðildarríki nota vottorðið eins og er, að sögn von der Leyen.

Þessi ákvörðun er tekin þrátt fyrir að mörg ESB-ríki hafi verið að slaka á Covid-19 takmörkunum sínum undanfarið og hverfa frá harðari aðgerðum sem innleiddar voru á fyrstu 18 mánuðum heimsfaraldursins.

Þýskaland, sem upphaflega reyndi að skylda alla borgara eldri en 60 ára að fara í Covid bólusetningu, hefur neyðst til að hætta við þær áætlanir eftir að frumvarp þess efnis var fellt í þinginu.

Heilbrigðisráðherra Þýskalands hefur þó varað við því að ríkisstjórnin gæti tekið upp grímuskyldu á ný þar sem hann býst við að sýkingum muni fjölga með haustinu.

Um málsóknina hafði framkvæmdastjórn ESB það að segja að sambandið gæti ekki upplýst um samningana við bóluefnaframleiðendur sem undirritaðir voru árið 2020 og sagði að „nefndin virti samninga.”  Trúnaðurinn væri til að verja hagsmuni almennigs. Á þeim tíma var þingmönnum ESB sem vildu sjá samningana bannað að taka niður minnispunkta og neyddir til að skrifa undir þagnarskyldu.

Skyldubólusetning virtist á stefnuskrá hjá stórum hluta heimsins fyrir um sex mánuðum sínum. En þrátt fyrir að framleiðendur bóluefnanna hafi í upphafi lofað kraftaverki, er mönnum að verða ljóst að efnin eru engin töfralausn. Bóluefnin stöðva hvorki útbreiðslu, né koma þau í veg fyrir frekari sýkingu. Þessar staðreyndir hafa dregið úr áhuga almennings á skyldubólusetningum.

Heilsufarsáhyggjur og óánægja með mismunun gagnvart óbólusettum hafa einnig stuðlað að bakslaginu. Hins vegar halda framleiðendurnir, sem og flestir embættismenn, áfram að fullyrða að bóluefnin séu „örugg og áhrifarík.”

Skildu eftir skilaboð