Demókratanum Schiff, CNN, The Daily Beast og Politico stefnt fyrir dómstól vegna lyga um fartölvu Hunter Biden

frettinErlentLeave a Comment

Tölvuviðgerðarmaðurinn í Delaware sem upplýsti um fartölvu Hunter Biden höfðaði á þriðjudag margra milljóna dollara meiðyrðamál gegn demókratanum Adam Schiff og fréttamiðlunum CNN, The Daily Beast og Politico vegna ásakana þeirra um að hann  væri að dreifa ósönnum rússneskum áróðri.

Fyrrum verslunareigandinn, John Paul Mac Isaac, ákvað að fara í mál þar sem fyrirtækjarekstur hans hrundi og hann þurfti að þola 18 mánaða áreitni af hálfu stóru tæknifyrirtækjanna (Big Tech), fjölmiðla og heimamanna í Delaware en það er í heimafylki Biden forseta.

„Eftir að hafa barist við það að afhjúpa sannleikann, vil ég bara að restin af þjóðinni viti að það var sameiginlegt og skipulagt átak samfélagsmiðla og almennra fjölmiðla að koma í veg fyrir sanna frásögn sem hafði raunverulegar afleiðingar fyrir þjóðina,“ sagði  hinn 45 ára Mac Isaac.

Samráð innan stjórnkerfisins að þagga niður í Isaac

„Það var viðhaft samráð undir forystu 51 fyrrverandi máttarstólpa í leyniþjónustusamfélaginu stutt með orðum og gjörðum hins pólitíska Dómsmálaráðuneytis og Alríkislögreglunnar ,“ hélt hann áfram. „Ég vil að þessi málsókn leiði í ljós þetta samráð og það sem meira er, hver gaf fyrirmælin.

Mac Isaac hafði eignast fartölvu Hunter Biden á löglegan hátt eftir að Hunter, sonur Biden forseta, hafði komið með hana til viðgerðar í apríl 2019 en sótti tölvuna aldrei aftur. Efnið á fartölvunni hefur vakið upp alvarlegar spurningar um hvað Biden vissi um erlenda viðskiptasamninga sonar síns, þar sem hann og bróðir forsetans, Jim Biden, notuðu oft nafn forsetans.

Eftir að hafa afhent FBI afrit af harða diski fartölvunnar í desember 2019, gerði Mac Isaac Rudy Giuliani, lögfræðingi Donald Trump, þáverandi forseta, viðvart, sem lét New York Post hafa afrit af harða diski tölvunnar.

Tæknifyrirtækin og helstu fjölmiðlar eyðilögðu orðspor Isaac

Eftir að New York Post birti sína fyrstu frétt um efni fartölvunnar í október 2020, aðeins þremur vikum fyrir forsetakosningarnar, fóru Twitter og Facebook til að ritskoða hana. Þá sögðu demókratinn Schiff og 51 fyrrverandi leyniþjónustumenn fartölvuna vera rússneskan áróður.

Í kjölfarið segir Mac Isaac að fyrirtæki sitt og orðspor hafi verið eyðilagt. „Twitter sagði mig vera hakkara, þannig að fyrsta daginn eftir að upplýsingarnar komu út flæddi yfir mig haturspóstur og líflátshótanir sem snerust um þá hugmynd að ég væri tölvuþrjótur, þjófur og glæpamaður,“ sagði Mac Isaac.

Schiff, sem er formaður leyniþjónustunefndar þingsins, „verður að útskýra“ þetta, sagði Mac Isaac.

„Án nokkurra upplýsinga ákvað Schiff að deila með CNN og áhorfendum þess algjörri lygi,“ sagði Mac Isaac. „Lygi sem var dreift til að vernda forsetaframbjóðandann (Biden) sem hann studdi.“

Mac Isaac segist hafa mátt þola rangar ásakanir um að vera rússneskur njósnari og „áróðursfulltrúi“ fyrir Vladimír Pútín Rússlandsforseta.

„Baráttan við að komast til botns í því hver sagði öllum að þetta væri rússneskur áróður er miklu mikilvægari fyrir þjóðina en að ég hreinsi nafn mitt,“ sagði Mac Isaac.

Í málshöfðuninni, fullyrðir Mac Isaac að Schiff hafi rægt sig í viðtali á CNN tveimur dögum eftir að New York Post hóf að birta upplýsingar úr fartölvunni.

Í viðtalinu við Wolf Blitzer sagði Schiff og án þess að vitna í sönnunargögn, að hann teldi að „Kreml“ stæði á bak við sögurnar umJoe og Hunter Biden.

Að sama skapi sakar Mac Isaac fjölmiðlana Daily Beast og Politico um að hafa farið með rangar upplýsingar um fartölvuna í tveimur greinum sem birtar voru á báðum síðum.

Stjórnvöld reyndu hefndir gegn Isaac

Mac Isaac neyddist til að loka tölvuviðgerðarfyrirtæki sínu nálægt heimili Biden fjölskyldunnar í Greenville, Delaware, eftir að fólk fór að henda grænmeti, eggjum og hundasaur í verslun hans. Þann 5. nóvember 2020 flúði hann til Colorado þar sem hann var í um eitt ár.

Þegar Mac Isaac sótti um atvinnuleysisbætur í desember 2020 var beiðni hans ekki afgreidd heldur málinu lokað af starfsmönnum stjórnvalda. Þrátt fyrir að hann hafi sent inn fleiri umsóknir var þeim ekki heldur svarað og málunum einfaldlega lokað. Var honum sagt að hætta að senda inn umsóknir því málunum yrði lokað.

Í desember 2021 sendi Isaac bréf til Chris Coons öldungadeildarþingmanns frá Delaware vegna framkomunnar sem hann þurfti að þola og skömmu síðar fékk hann atvinnuleysisbæturnar en þó ekki allt sem hann átti inni.

Til að reyna auka á vanda Isaac sendi Skatturinn honum reikning í desember 2021 fyrir skattskuld vegna framtals hans frá árinu 2016 upp á 57,75 dollara. Isaac segir að endurskoðandi hafi sagt honum að skattayfirvöld færu aldei svo langt aftur nema verið væri að reyna leita að einhverju sem hægt væri að nota gegn honum.

Dómsmál John Paul Mac Isaac er rekið fyrir dómstól í Montgomery sýslu í Maryland.

Heimild & Heimild.

Skildu eftir skilaboð