Mikilvægi kristinna gilda í stjórnmálum

frettinInnlendar1 Comment

Nýverið sagði frettin.is frá því að kristnir sæktu fram í stjórnmálum i Pennsylvaniu í Bandaríkjunum. En ekki þarf að fara út fyrir landsteinana til þess að heyra nafni Jesú Krists haldið á lofti í stjórnmálum.

Nýverið vitnaði oddviti M-listans í Múlaþingi ítrekað í Jesú Krist og bað hann að blessa Múlaþing og íbúa þess. Í fimm mínútna framsögu sinni áminnti oddvitinn Þröstur Jónsson sjálfan sig og aðra frambjóðendur um að þjóna í auðmýkt umbjóðendum sínum, íbúum Múlaþings og jafnvel af þrælslund.

Þarna er oddvitinn sennilega að vísa til orða Jesú Krists í Matteusargauðspjalli 20:25-27:

En Jesús kallaði þá til sín og mælti: „Þið vitið að þeir sem ráða fyrir þjóðum drottna yfir þeim og höfðingjar láta menn kenna á valdi sínu. En eigi sé svo meðal ykkar heldur sé sá sem mikill vill verða meðal ykkar þjónn ykkar. Og sá sem vill fremstur vera meðal ykkar sé þræll ykkar.“ 

Fréttin hafði samband við Þröst og spurði hann um ástæður þess að blanda saman stjórnmálum og trúmálum. Hann svaraði því til að illska og andlegt hrun færi ört vaxandií heiminum með auknu guðleysi. Kristnir ættu að leggja metnað sinn í að snúa þessari öfugþróun við hvar sem þeir fara, jafnt í stjórnmálum sem annarsstaðar. Það dugði ekki eitt og sér fyrir Davíð Konung að liggja á bæn, hann þurfti líka að stíga fram í trú og trausti á Guð og slöngva steini í höfuð þess er virtist ofurefli, sjálfan Golíat.

Framgangur illskunnar í heiminum verður ekki stöðvaður nema með Guðs hjálp. Því vil ég leggja mitt af mörkum og nefna þetta kröftuga nafn ljóss, kærleika og friðar, hvar sem ég get, nafn Jesú Krists í von um að Guð miskunni okkur enn um stundir.

Upptöku af framsöguræðu Þrastar má sjá hér neðar:

Fundinn í heild má sjá á vef Austurfréttar hér:


One Comment on “Mikilvægi kristinna gilda í stjórnmálum”

Skildu eftir skilaboð