Forstjóri Pfizer, Albert Bourla, tilkynnti á World Economic Forum ráðstefnun í Davos, um samstarf við Bill & Melinda Gates Foundation til að útvega 1,2 milljarða manna sem búa í 45 tekjulægri löndum, öllum einkaleyfisskyldum lyfjum og bóluefnum sem eru fáanleg í Bandaríkjunum eða Evrópusambandinu, án hagnaðarsjónarmiða (non-profit basis).
Bill Gates bætti við að þeir væru að tala við allan lyfjaiðnaðinn um þess háttar samstarf.
Lítil eftirspurn hefur verið eftir Covid-19 bóluefnum t.d. í Afríku, þrátt fyrir Covax samstarfið sem sér um jafna dreifingu bóluefnanna meðal fátækari landa.
"Vaccine hesitancy" (þeir sem hika við bólusetningar) hefur verið kennt um. Rétt um 17% allra Afríkubúa hafa verið sprautaður með Covid bóluefnum. Sömu sögu er að segja af eyjum karabíska hafsins. Til dæmis hefur aðeins um 1% íbúa Haiti fengið bóluefnið.
Því hefur verið haldið fram að ástæðan sé sú að Vesturlönd séu að nota of mikið fyrir sínar þjóðir en aftur á móti kom fram hjá greiningarfyrirtækinu Airfinity Ltd. í London að um 250-500 milljónir skammta væru á leið á haugana og í vikunni upplýsti forstjóri Moderna á ráðstefnu World Economic Forum að engin eftirspurn væri eftir bóluefni þeirra og 30 milljónir skammta á leið i ruslið.
Með því að gefa lyf og bóluefni til fátækari ríkja er fyrirtækjum í Bandaríkjunum heimilt að nýta gjöfina sem frádrátt á tekjuskatti, burt séð frá því hvort lyfin lendi á ruslahaugum eða ekki.