Danir undir fimmtugu fá ekki fleiri Covid sprautur – verður mögulega endurskoðað

frettinErlent, HeilsanLeave a Comment

Dönsk heilbrigðisyfirvöld hafa gefið út bólusetningaráætlun sína fyrir veturinn vegna COVID-19. Til stendur að bjóða upp á enn eina örvunarsprautuna með nýjum útgáfum af sprautunum sem eiga að virka betur gegn núverandi afbrigðum. Þó verða takmörk sett þar á. Fólk undir fimmtugu verður ekki boðið upp á fleiri sprautur, jafnvel þótt viðkomandi óski þess. Þetta verður þó endurskoðað.

Undanþágur eru þó á þessu, t.d. fyrir starfsfólk sem starfar með öldruðum. Einnig verður óléttum konum boðið upp á aukaskammt af sprautunni, sem má teljast athyglisvert í ljósi nýjustu vangaveltna um vensl sprautunnar og andvana fæðinga og nýrri breskri matsskýrslu sem segir nú að ekki sé hægt að tryggja öryggi bóluefnanna meðal þungaðra kvenna og mæðra með börn á brjósti.

Dönsk yfirvöld voru nokkuð afdráttarlaus á blaðamannafundi um að ekki væri ástæða til að ætla að einhverjar takmarkanir yrði settar á í vetur jafnvel þótt ný afbrigði komi fram. Sprauturnar eru taldar það góð vörn að slíkt sé ólíklegt.

Má telja líklegt að slíkt tungutak hvetji fleiri en ella til að mæta í sprauturnar og þegar kemur í ljós að þær virka jafnilla og fyrri útgáfur verður látið eins og enginn hafi geta séð neitt fyrir.

Skildu eftir skilaboð