Þórður Snær: En ég fékk verðlaun…

frettinPáll Vilhjálmsson, Pistlar1 Comment

Páll Vilhjálmsson kennari og blaðamaður skrifar:

RSK-sakamálið, þar sem blaðamenn RÚV, Stundarinnar og Kjarnans eru sakborningar, telur einar 400 blaðsíður og er það þó ekki nema hluti gagnanna. Lögmenn sakborninga fá gögn í framhaldi af skýrslutöku.

Er Þórður Snær ritstjóri Kjarnans mætti vonum seinna í lögregluyfirheyrslu í byrjun ágúst, sagði hann fátt en tók skýrt fram að hann væri verðlaunablaðamaður. Rannsóknablaðamennska ársins hét það hjá Blaðamannafélagi Íslands er Þórður Snær fékk fréttir frá Efstaleiti unnar upp úr stolnum síma Páls skipstjóra og birti í Kjarnanum.

Gögnin sýna víðtækt samráð blaðamanna þriggja fjölmiðla að gera sér mat úr stolnu efni, fengið með byrlun. Óhugnanlegar tilraunir að sverta mannorð einstaklinga sem blaðamönnum er í nöp við er þema RSK-miðla. Mannorðsmeiðingar klæddar í búning frétta.

RSK-sakamálið snýst um líkamsárás/manndrápstilraun með byrlun, gagnastuld, stafrænt kynferðisofbeldi, brot á friðhelgi einkalífs og misnotkun á andlega veikri konu.

Gögnin sýna blaðamenn í hlutverki hjónadjöfuls til að koma höggi á einstaklinga.

Fyrstu 400 blaðasíður málsgagna eru komnar í dreifingu hjá þrem fjölmiðlum: RÚV, Stundinni og Kjarnanum. En það er ekkert að frétta. Almenningi koma ekki við glæpir fjölmiðla. Verðlaun eru aftur uppsláttur.

Engin dæmi eru í annálum íslenskra starfsgreina um að stéttarfélag verðlauni glæpi. Fjölmiðlar og blaðamenn bíta svo höfuðið af skömminni með þögn eftir að glæpurinn er afhjúpaður.

One Comment on “Þórður Snær: En ég fékk verðlaun…”

  1. Hinn raunverulegi glæpur var framinn af Samherja og yfirvöld draga lappirnar í þeirri rannsókn. Þetta er ekki sakamál, enginn kemur til með að vera dæmdur í þessu máli af því að hinn seki er fyrrverandi kona fórnarlambsins. Þetta er fjölskyldutregadía sem málsaðilar nota sem áróðursvogarstöng með dyggri hjálp Palla kennara sem hlýtur af vera að fá skrifkrampa útaf öllum þessum skrifum um þessa ekki frétt.

    Palli kennari er aumkunarverður að þurfa að hósta upp nýrri grein um þetta „ekki mál“ á hverjum degi, enda bera greinarnar það með sér að Palla er farið að þykja súpan þunn. En Palli kennari þarf jú að vinna fyrir launum sínum hjá Samherja.

Skildu eftir skilaboð