Hollenski landbúnaðarráðherrann, Henk Staghouwer, sagði óvænt af sér í vikunni og kemur afsögn hans í kjölfar mikilla mótmæla bænda undanfarna mánuði vegna nýrra reglna stjórnvalda sem vilja vill draga úr losun níturs og ammóníaks um 50% á landsvísu fyrir árið 2030.
Bændur halda því fram að hollenska ríkisstjórnin sé farin að færast í átt að einræði, sé að taka meira og meira af fólkinu og verði henni ekki sett mörk eins og bændur hafi verið að gera með mótmælum sínum, muni hollenska ríkið halda áfram að skerða lífsviðurværi fólks, taka af þeim land, eignir o.fl.
Henk Staghouwer sagði fréttamönnum að hann væri ekki rétti maðurinn í starfið eftir stormasamt sumar mótmæla bændanna. Hann gegndi stöðunni í aðeins níu mánuði og tilkynnti ákvörðun sína á mánudagskvöldið. Hann var þá nýkominn frá Brussel þar sem hann samdi við framkvæmdastjórn Evrópusambandsins um að fella niður hollenska undanþágu frá á takmörkunum á dreifingu áburðar.
Holland, ásamt Danmörku, Írlandi og hluta af Belgíu, hafði verið leyft að fara yfir hámarksmagn þess áburðar sem þeir gætu notað á tún sín vegna tiltölulega lítils landsvæðis sem væri til nýtingar. Ráðamenn í Brussel vilja hins vegar afnema þessa undanþágu í áföngum.
Þúsundir bænda hafa undanfarna mánuði efnt til mótmæla vegna fyrirætlana stjórnvalda og t.d. lokað borgum með dráttarvélum og brennt heybagga meðfram þjóðvegum.
Hinum 60 ára fyrrverandi bakara, Staghouwer, hafði verið falið að færa greinina frá öflugum búskaparháttum sínum og kaupa út bændur til að draga úr heildarlosun.
Ríkisstjórnin úthlutaði um 24,3 milljörðum evra til að takast á við verkefnið. Í síðustu viku tilkynnti Staghouwer ríkisstjórninni að hann myndi ekki geta staðið við fyrirhugaðan frest sem settur hafði verið um miðjan september til að leggja fram áætlun um umskiptin.
Nánar um málið má lesa hér.