Heimsveldi Karls: Gátan um konunglegu endurræsinguna

Erna Ýr ÖldudóttirErlent, Erna Ýr Öldudóttir2 Comments

Þýðandi Erna Ýr Öldudóttir

Þýdd umfjöllun af heimasíðu bókaútgáfunnar Winter Oak, en hún birtist fyrst þann 15. apríl 2022 (uppfærð 9. september 2022) undir titlinum Charles' Empire: The Royal Reset Riddle.

1. Karl Hinn Mikli Endurræsir

Það voru ekki Klaus Schwab eða Bill Gates, sem formlega hleyptu Endurræsingunni miklu (e. The Great Reset) af stokkunum árið 2020. Það var þáverandi erfingi bresku krúnunnar, Karl prins af Wales. Karl, sem nú er „Karl konungur“, fæddur í Buckingham höll árið 1948, er heimsfrægur að endemum fyrir misheppnað hjónaband sitt með lafði Díönu Spencer. Hún lést í bílslysi í París árið 1997, ári eftir að þau skildu.

Tríó endurræsingarmanna: Karl III, Klaus Schwab og Bill Gates.

Á opinberri vefsíðu hans birtist tilkynning þann 3. júní 2020: „Í dag, í gegnum Sjálfbært markaðsfrumkvæði Hans Konunglegu Hátignar (e. HRH's Sustainable Markets Initiative) og Alþjóða efnahagsráðið (e. World Economic Forum, WEF), hleypti Prinsinn af Wales af stað nýju alþjóðlegu frumkvæði, Endurræsingunni miklu. Með konunglegu tísti kom svohljóðandi yfirlýsing: „#TheGreatReset frumkvæðið er hannað til að tryggja að fyrirtæki og samfélög „endurreisi betur (e. Build Back Better)“ með því að setja sjálfbæra viðskiptahætti í hjarta starfsemi sinnar, þegar þau hjarna við eftir kórónuveirufaraldurinn“.

Þetta kemur kannski þeim, sem líta á Karl sem sérvitran en vingjarnlegan mann, sem talar við plönturnar sínar, elskar hefðbundinn arkitektúr, verndar náttúruna og reynir að hjálpa ungu fólki við að láta rætast úr sér í lífinu, nokkuð á óvart. En í raun, eins og við munum fara yfir hér, er hann yfirmaður (eða afar viljugur brautryðjandi) stórveldis myrkra fjármálahagsmuna, sem fela sig á hræsnisfullan hátt á bak við grímu góðgjörða og mannúðarmála.

2. Hin hnattrænu markmið

Karl hefur ekki setið auðum höndum, heldur verið afar iðinn undanfarna hálfa öld eða svo við að koma á fót vef stofnana sem kallast Góðgjörðir Prinsins (e. The Prince's Charities), sem lýsir sér sem „stærstu góðgerðarstofnun fjölbreyttra málefna í Bretlandi“. Góðgerðarstarfsemin teygir sig yfir lönd og höf, og myndar flókinn alþjóðlegan vef stofnana, góðgerðasamtaka og sjóða.

Góðverkin gerast hér og þar og allstaðar.

Til að einfalda hlutina verður aðeins skýrt frá nokkrum af þekktari stofnunum, og byrjað í Bretlandi á Business in the Community, BITC. Stofnunin lýsir sjálfri sér sem „stærstu og lengst samfellt starfandi rótgrónu viðskiptastýrðu aðildarsamtökunum tileinkuðum ábyrgum viðskiptum“. Hún var upphaflega stofnuð árið 1982 sem The Prince's Responsible Business Network. Dagskrá hennar er mjög í samræmi við alla lykilþætti Endurræsingarinnar miklu.

Þar er til að mynda yfirlýsing: „Business in the Community (BITC) vinnur með atvinnulífinu við að flýta fyrir hraða og umfangi aðgerða til að ná Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna, einnig þekkt sem Sjálfbæru þróunarmarkmiðin (e. Sustainable Development Goals, SDG)“. Góðu fréttirnar fyrir hið peninga-elskandi fylgdarlið Karls eru þær, að það „að reka fyrirtæki á ábyrgan hátt“, í samræmi við Hnattræn markmið Sameinuðu þjóðanna, „opnar einnig tækifæri á viðskiptamarkaði“.

Margir skreyta sig með Sjálfbærnimarkmiðum Sameinuðu þjóðanna.

Business in the Community (BITC) státar af eigin „Framtíðarleiðtogaráði“ í anda WEF sem þegar árið 2017 krafðist þess, eins og Klaus Schwab, að „viðskipti yrðu að tryggja stafræna byltingu án aðgreiningar“. Skýrsla þess heitir „A Brave New World?“, og inniheldur öll hin kunnuglegu „forgangsmál“ Endurræsingarinnar miklu. Svo sem eins og vertu með („Settu upp stafrænan aðgang, getu og sjálfstraust til að allir njóti góðs af stafræna hagkerfinu“) og símenntun („Undirbúa starfsmenn. Veita stafræna færni og símenntun til að skapa aðlögunarhæft vinnuafl“).

Horft er til Fjórðu iðnbyltingarinnar („Væntið sjálfvirkni. Skapið ný hlutverk, þar sem tæknin bætir mennina upp og styður samfélög til að stjórna umskiptunum“) þar sem meiri hagnaður er auðvitað markmiðið („umskipti yfir í ný viðskiptalíkön sem draga úr sóun og auka framleiðni eigna“). Snemma er minnst á „skráningar og rakningar“ sem urðu svo kunnuglegar í kórónuveiru takmörkununum („skrá, rekja og finna“) með tengingu við Blockverify, „sprotafyrirtæki í London sem notar tækni til að rekja, skrá og sannreyna vörur þannig að þær verði varanlega skráðar í bálkakeðjur ... Blockverify hefur verið að prófa lausnir með lyfja- og snyrtifyrirtækjum.

Skýrslan hampar snjall-landbúnaði í formi Marcatus Mobile Education Platform frá Unilever, „samstarfi milli Unilever, Oxfam og Ford Foundation til að þjálfa smábændur í dreifbýli“ sem miðar að „viðbótartekjum bænda upp á 1,5 billjón punda árið 2030“. Henni lýkur með því að „þakka samstarfsaðilum okkar, Barclays og Fujitsu, fyrir að styðja áform um að skapa stafræna byltingu án aðgreiningar“.

The Prince's Trust Group teygir þessa sömu dagskrá yfir Samveldið, hið víðfeðma áhrifasvæði sem áður var þekkt sem Breska heimsveldið. Stofnunin lýsir sér sem „alþjóðlegu neti góðgerðarmála“ sem skilar „menntun, atvinnu, framtaki og umhverfisverkefnum sem gera ungu fólki og samfélögum kleift að komast áfram“. Þetta snýst allt um að „umbreyta lífi og byggja upp sjálfbær samfélög“ að því er virðist.

Í einni af skýrslum hennar segir: „Á árunum 2020/21, studdum við ásamt samstarfsaðilum okkar 60.146 ungmenni í 16 löndum víðs vegar um Samveldið og víðar: Ástralíu, Barbados, Kanada, Ghana, Grikklandi, Indlandi, Jamaíka, Jórdaníu, Kenýa, Malasíu, Möltu, Nýja Sjálandi, Pakistan, Rúanda, Trínidad og Tóbagó og Bretlandi. Við hófum starf okkar í St. Lucia og Bandaríkjunum“.

Prince's Trust fær til liðs við þetta verkefni annan mikilvægan hnút í neti Karls, British Asian Trust, eins og við munum fljótlega sjá.

3. Áhrifaheimsvaldastefnan

Áhrifaiðnaðurinn er skuggalegt afl sem við höfum rannsakað undanfarin ár, og fundið undir hverjum grunsamlegum steini sem við höfum velt. Fyrir nánari upplýsingar, sjá greinar um Extinction Rebellion, Ronald Cohen, intersectionality, WEF Global Shapers, Guerrilla Foundation, Edge Fund og einnig almenna yfirferð okkar. Áhrifagræðgin er nátengd Endurræsingunni miklu og Fjórðu iðnbyltingu hennar, sem áformar að skapa innviði til að koma á stafrænum vistarböndum. Óhjákvæmilega er því áhrifaáætlunin gegnumgangandi í góðgerðaveldi Karls, þó svo að það verði leikmönnum ekki alltaf sjálfkrafa ljóst við fyrstu sýn.

Stundum er sést það bara í orðalaginu.

Á heimasíðu Business in the Community (BITC), til dæmis, segir að það vinni með meðlimum sínum „að því að bæta stöðugt ábyrga viðskiptahætti og nýta sameiginleg áhrif til hagsbóta fyrir samfélög“.

Orðið „áhrif (e. Impact)“ birtist þrisvar sinnum á kynningarsíðunni.

Það birtist aftur á síðunni sem helguð er algjörlega fyrirsjáanlegri skuldbindingu BITC við Sjálfbær þróunarmarkmið Sameinuðu þjóðanna, þessum hornsteinum áhrifakapítalismans (e. Impact Capitalism). Hugtakið „jákvæð áhrif“ er hér tengt öðru tengdu tískuorði, „tilgangur“. The Prince's Trust sjóðurinn virðist líka mjög upptekinn af áhrifaþemanu, og áhugasamur „stafrænar og blandaðar áætlanir“ og „netviðskiptahermileiki“. Í samræmi við Endurræsinguna miklu, sem stofnandi sjóðsins kynnti til sögunnar, notaði hann Covid til að efla framgang ofurtækni áætlunarinnar, og lýsti í einni færslu hvernig hann hefði mælt „stafræn áhrif“ þess. Sjóðurinn fann sig knúinn til að greina frá því að 61% svarenda segði að „nám á netinu hefði stutt þau til að gera breytingar á lífi sínu, þar sem meirihlutinn þróaði nýja færni og gerði áætlanir fyrir framtíðina“.

Eitt af tólunum sem sjóðurinn notar fyrir hina ískyggilegu „stafrænu innrætingu“ er eitthvað sem kallast Vibe Check. Þetta sérsniðna forrit, sem er ætlað ungu fólki, er „ókeypis (jahérna!) gagnvirkt persónulegt þróunarverkfæri sent í gegnum samskiptaforritið WhatsApp og skapar öruggt stuðningsnetrými fyrir þau til að þróa lykillífsfærni“. „Forritið var prófað á Barbados og Ghana á árunum 2020 og snemma árs 2021, með því að nota nýstárlega sjálfvirknitækni til að sérsníða upplifun hverrar ungrar manneskju af þjónustunni“. „Hannað fyrir þarfir ungs fólks í hverju landi sem það er útgefið í, leggur Vibe Check áherslu á sjálfstraust, samskipti og stjórnun tilfinninga á Barbados, og sjálfstætt starfandi og frumkvöðlastarf í Ghana“.

Þessi þráhyggja fyrir að þróa „nýja stafræna ferla til að safna gögnum“, hulin á bak við grímu góðgjörða, er klassísk áhrifahugsun. Prince's Trust International státar af sínum eigin áhrifastjóra, Dilettu Morinello, faglegum „áhrifamælingamanni“. Í janúar 2020, rétt fyrir innreið Covid, réð Morinello gagnafræðing: „um leið og við byrjum á spennandi nýju 5 ára áætluninni okkar“ og „munum útvíkka starfsemi okkar verulega“. Hlutverkið var „að tryggja að gögnin okkar séu traust og styðji við getu okkar til að fylgjast nákvæmlega og skilvirkt með áhrifum okkar á reynslu ungs fólks af menntun og atvinnu, sem og fjárhagslegri afkomu okkar og fjáröflun.“ „Mæla þarf áhrif á margskonar áætlanir eða inngrip, með ýmsum hagsmunaaðilum um heim allan“.

Áhrif, gögn, hagsmunaaðilar ... allt er þegar þrennt er.

Það er hins vegar með British Asian Trust sem Karl afhjúpar aðkomu sína að hinum lævísa heimi áhrifaheimsvaldastefnunnar. Hann stofnaði sjóðinn árið 2007 með hópi vel tengdra bresk-asískra kaupsýslumanna. Þrátt fyrir að British Asian Trust kjósi hugtakið „félagsfjármál (e. Social Finance)“, gerir það lítið annað til að fela áhrifaáætlun sína. Vefsíða góðgerðasjóðsins sýnir meira að segja með stolti tilmæli frá „föður“ áhrifafjárfestingarinnar, Ronald Cohen, sem segir: „Það sem British Asian Trust gerir í félagsfjármálum er sannarlega byltingarkennt: hann skilar stórstígum, mikilvægum félagslegum framfaraskrefum“.

Sir Ronald Cohen gaf út metsölubók um áhrifakapítalisma og félagsfjárfestingar árið 2021.

Rétt eins og við höfum áður greint frá, lagði Cohen blessun sína yfir Karl og British Asian Trust í bók sinni útgefinni 2020, Impact: Reshaping Capitalism to Drive Real Change. Góðgerðasjóðurinn segist auðvitað vera að „bæta“ líf barna og ungmenna í Asíu „í samræmi við Sjálfbær þróunarmarkmið Sameinuðu þjóðanna, markmið 4 um góða menntun“.

Þar segir: „The Quality Education India Development Impact Bond (QEI DIB) er nýstárlegt, árangursmiðað fjármögnunarkerfi sem miðar að því að bæta námsárangur meira en 200.000 grunnskólabarna“. Til viðbótar segir: „Eftir því sem QEI DIB þróast, stefnum við að því að búa til einkunnabækur, þar sem fram kemur kostnaður við að skila tilteknum árangri í stórum stíl. Slíkar bækur geta stjórnvöld og fjármögnunaraðilar notað til að móta upplýsta stefnu og ákvarðanir um útgjöld og bæta menntun um allt landið.“

Þetta er það sem áhrifin snúast um. „Kostnaður“ við að mæta UNSDGs er reiknaður út og „hagsmunaaðilar“ taka þennan kostnað af almannafé. Ef „niðurstöðurnar“ tikka við öll réttu boxin fá þeir endurgreitt, auk smá viðbótar til að „fjárfestingin“ beri ávöxtun. Á meðan breytist líf barnanna, sem eru metin saman „í knippi“, í fjármálavörur – svipuðum vafningum undirmálslánaskuldanna sem ollu Hruninu 2008 – sem hægt er að skrá, rekja og eiga viðskipti með í rauntíma í gegnum 5G/6G, hnatt- og stafrænt hamstrabúr „án aðgreiningar“.

Spákaupmenn geta veðjað á „árangur“ lífs barnanna eða á móti - lítið mál, svo framarlega sem þau eru fáanleg sem vara fyrir þennan mikla nýja arðbæra markað. Eins og við höfum áður varað við, draga „félagsleg fjármál“, eða áhrifafjárfestingar, manneskjur niður í stöðu hugsanlegra fjárfestinga, gróðabrunn fyrir auðugar blóðsugur sem stjórna.

Það eru stafræn þrælaviðskipti.

4. Valdamiklir þátttakendur

Hverskonar menn og stofnanir eru aðilar að hnattrænu áhrifaneti Karls?

Byrjum á Business in the Community. Þessum merkimiða er líklega ætlað að töfra fram skemmtilegar myndir af pínulitlum hornbúðum í enskum kaupstöðum (eins og Grantham?) eða af lífrænum búddískum sprotafyrirtækjum sem flétta körfur í gervi-hefðbundinni þróun Karls í Poundbury. En nei. Eins og við mátti búast af Endurræsandanum mikla er verkefnið dæmigerð blanda af samruna opinbera- og einkageirans, sem sameinar dygga þjóna breska heimsveldisins við ofsaríka vini sína í fjármálaheimi stórfyrirtækja og sterkefnaðra.

Skelfilega langur listi BITC yfir meðlimi inniheldur meðal annars Accenture og Unilever (bæði hyllt af Cohen fyrir þátttöku þeirra í svívirðilegum áhrifasvikum hans) og lyfjarisarnir AstraZeneca, GlaxoSmithKline og Pfizer. Þó að BBC, Sky, Facebook og Google séu væntanlega áróðurs- og ritskoðunardeildin, voru British Airways, easyJet, Heathrow Airport Limited, Shell UK og BP eflaust öll höfð með fyrir sérstakt framlag þeirra til umhverfislegrar sjálfbærni. Ástríða Karls fyrir heilsu þakklátra viðfangsefna fjölskyldu sinnar endurspeglast í því að Greggs og PepsiCo í Bretlandi, ásamt Knorr's Quick Soups framleiðendum Unilever, fá að vera með.

Við finnum líka aðila eins og Bank of America, McKinsey (bandaríska ráðgjafafyrirtækið sem Emmanuel Macron hefur notast við í Frakklandi og hlotið gagnrýni fyrir) og Morgan Stanley (WEF samstarfsaðili og áhrifafjárfestir sem minnst er fyrir fjármögnun sína á bæði Hitler og Mussolini).

Önnur fyrirtæki í samfélaginu eru vopnasalarnir Rolls Royce og Thales Group, frábær dæmi um það sem Karl hefur í huga með „ábyrga“ viðskiptastarfsemi. Stofnuninni er stjórnað af trúnaðarráði. Stjórnarformaður er Gavin Patterson, forstjóra og yfirtekjustjóra Salesforce, skýjatölvufyrirtækis undir forystu milljarðamæringsins Marc Benioff, eiganda tímaritsins Time og forvígismanns WEF Miðstöðvar fyrir Fjórðu iðnbyltinguna í San Francisco.

Annar forstjóri er Dame Vivian Hunt, meirihlutaeigandi í Bretlandi og Írlandi, að fyrrnefndu McKinsey. Hún er meðlimur í hinni leynilegu Trilateral Commission og er fyrrum formaður British American Business, sérlegs viðskiptatengslanets yfir Atlantshafið. Einn af varaforsetunum er Sir Mark Weinberg, „Breskur fjármálamaður, fæddur í Suður-Afríku, sem stofnaði J. Rothschild Assurance, sem síðar varð St James's Place Wealth Management, og er stjórnarformaður bálkakeðjufyrirtækisins Atlas City Global“. Í ráðgjafanefndinni situr Sir Ian Michael Cheshire, áður stjórnarformaður Barclays UK og nú stjórnarformaður Menhaden plc með „eingöngu lengri tíma fjöleignafjárfestingarstefnu sína sem leitast við að veita sem best jafnvægi milli áhættu og ávinnings í hlutabréfa-, láns- og einkaeignargeirum“ og bjóða upp á „ósamhverfar áhættu-ávinnings greiðslur“.

Við hlið þessa bankastjóra situr enginn annar en Frances O'Grady, aðalritari UK's Trades Union Congress (TUC). Eins og fulltrúa breska verkalýðsins sæmir, er O'Grady einnig ráðgefandi framkvæmdastjóri Englandsbanka. Að lokum, í samfélagsforystustjórn BITC finnum við engan annan en Owen Marks frá uppáhalds bóluefnisframleiðanda allra, Pfizer. Hann sýnir fram á sláandi skörun á milli lyfjarisanna og „woke“ áhrifablöndunarsamruna, með formennsku í Pfizer UK Inclusive Diversity Group með áherslu á „OPEN (LGBTQ), þjóðerni, kyn, fötlun og þverkynslóða- og félagslegan hreyfanleika“.

Owen Marks hjá Pfizer brosir breitt enda er starfsemi hans í Bretlandi laus við aðgreiningar.

Snúum okkur næst að The Prince's Trust Group, alþjóðlegu neti góðgerðarfélaga sem Karl stofnaði árið 1976. Breska einingin felur í sér mjög svipað fólk og hjá Business in the Community.

Formaður ráðsins er John Booth, „frumkvöðull og mannvinur“ sem státar af „fjölbreyttum áhættufjármagnshagsmunum í rafrænum viðskiptum, fjölmiðlun og fjarskiptum“. Í ráðinu eru einnig tveir fyrrverandi samstarfsaðilar hjá Goldman Sachs: Michelle Pinggera og Ian Mukherjee, sem stofnuðu Amiya Capital, „alþjóðlegan nýmarkaðssjóð“. Þar eru líka Suzy Neubert, fyrrverandi yfirmaður dreifingar á heimsvísu hjá JO Hambro Capital Management, og Mark Dearnley, áður ráðgjafi „stafrænnar umbreytingar“ hjá alþjóðlega stjórnunarráðgjafafyrirtækinu Bain & Company.

Varaforseti ráðsins er Michael Marks, fyrrverandi stjórnarformaður Merrill Lynch Investment Managers og stofnaðili MZ Capital og NewSmith Capital Partners LLP. Það er fróðlegt að hafa í huga fólkið og fyrirtækin sem Prince's Trust hópurinn er flæktur í um allan heim. Á Nýja Sjálandi er stjórnarformaður Prince's Trust Andrew Williams, annar stjórnarformaður Alvarium - „Með 15 milljarða dollara eignir í stýringu á heimsvísu, er Alvarium samstarf auðmannafjölskyldna, frumkvöðla og stofnana í Asíu, Persaflóa og Ameríku“. Styrktaraðilar áströlsku einingarinnar eru Macquarie, stærsti fjárfestingarbanki Ástralíu, en í Kanada er Prince's Trust studdur af Finistra (sem vinnur hörðum höndum að því „að flýta fyrir stafrænni bankastarfsemi“) og Bank of America.

Meðal stuðningsaðila eru einnig Scotiabank, KPMG og vopnasalinn Lockheed Martin. Ein í stjórninni hjá British Asian Trust er Farzana Baduel, fyrrverandi varaformaður viðskiptatengsla Breska íhaldsflokksins og stofnandi/forstjóri Curzon PR. Hún kom fram í The Times í maí 2021 til að útskýra hversu mikið hún elskaði „fjarvinnu“, eina meginstoð „Hins nýja eðlilega (e. New Normal)“ sem kynnt var undir formerkjum Endurræsingarinnar miklu. Annar er Varun Chandra, framkvæmdastjóri „fyrirtækjanjósnafélags“ í London, Hakluyt, en ótrúleg nýleg 12,8 milljón punda hagnaðaraukning félagsins varð til fyrir „hjálp samdráttar í ferðalögum starfsmanna þökk sé heimsfaraldri“, samkvæmt The Times.

Eins og segir í einni fréttaskýringu, „Hakluyt er háleynilegt fyrirtæki þar sem viðskiptavinalistinn telur hver er hver í viðskiptaheiminum, þar eru fyrirtæki í þjónustu fyrir stefnumótandi upplýsingaöflun og ráðgjöf þegar þau leitast við að stækka starfsemi sína.“ Á heimasíðu British Asian Trust segir um Chandra: „Hann var þjálfaður hjá Lehman Brothers og hélt áfram að byggja upp eftirlitsbundið ráðgjafafyrirtæki fyrir fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, Tony Blair“. Í stjórn eru einnig Dr Shenila Rawal (sem áður starfaði fyrir Alþjóðabankann) og Ganesh Ramani, fyrrverandi meðeigandi Goldman Sachs. Ramani hefur í raun fjölskyldutengsl við Big Chief Trust, eftir að hafa kvænst Ruth Powys, ekkju Mark Shand, bróður eiginkonu Karls, Camillu [Parker-Bowles]. Varaformenn eru Asif Rangoonwala (einu sinni lýst af The Independent sem „spíttbáta-flagara, bakarís-barón og eigna-plútókrata“), og Shalni Arora, með bakgrunn hjá lyfjarisunum AstraZeneca og DxS Ltd og er eiginkona stórkaupmannsins Simon Arora hjá B&M Bargains.

Formaður trúnaðarráðsins er fjárfestingabankastjórinn Jitesh Gadhia lávarður, sem hefur starfað fyrir Barclays Capital, ABN AMRO og Baring Brothers. Hann var áður framkvæmdastjóri hjá alþjóðlega fjárfestingasjóðnum Blackstone í London. Þegar hann var skipaður þar árið 2010, sagði hann af innlifun: „Öflugt net Blackstone af samböndum, aðgangi að fjármagni og vaxandi landfræðilegu umfangi, þvert á þróaða- og nýmarkaði, býður upp á einstakt tækifæri fyrir viðskiptavini.“

Gadhia var líka - en óvænt! – World Economic Forum Young Global Leader.

5. Bankabísar, svindlarar og draugar

Skýrt séð frá öllum siðferðilegum sjónarhornum, þá er viðskiptastarfsemi þeirra sem tengjast heimsveldi Karls í sjálfu sér áhyggjuefni. En vandamálið nær lengra en það. Fjöldi deilna og hneykslismála í kringum fjölmarga þátttakendur í hinum ýmsu verkefnum hans fær mann til að velta fyrir sér hvernig sá sem vill vera ávarpaður „Hans Konunglega Hátign“ getur tengst svo mörgum dæmum um það sem flestir myndu líta á sem lágkúru. Hér eru nokkur:

HSBC er alþjóðlegur stofnsamstarfsaðili Prince's Trust og er hrósað í áhrifaskýrslu sjóðsins fyrir „umbreytingarfjárfestingu í ungu fólki“, auðkenndur sem „einn af duglegustu og tryggustu stuðningsaðilum okkar“. Ekki er hirt um það að bankamenn með aðsetur í Bretlandi eiga langa sögu um víðtækt skattaundanskotskerfi og glæpsamlegt athæfi eins og peningaþvætti. Þeir eru kallaðir „bankabísar“ vegna þátttöku í „stórkostlegri misnotkun“. Þessir tryggu stuðningsmenn Karls „lögðu lag sitt við dópsmyglara og hryðjuverkamenn“, að því er segir í umfjöllun frá 2013.

KPMG (Business in the Community og Prince's Trust, Kanada) hefur staðið frammi fyrir „fjölda ásakana um vanrækslu, svik og hagsmunaárekstra sem teygja sig mörg ár aftur í tímann“ og varð nýlega uppvíst að risastóru „svikahneyksli“.

NatWest (Business in the Community) var sektað um 264,8 milljónir punda í desember 2021 fyrir að hafa ekki farið eftir reglum um peningaþvætti.

Bank of America (Prince's Trust) stóð frammi fyrir ákalli um sniðgöngu eftir að hafa njósnað um starfsemi viðskiptavina sinna fyrir bandarísku alríkislögregluna FBI vegna mótmælanna 6. janúar 2021 í Washington DC.

PwC (Business in the Community) á sér „langa átakasögu“ um allan heim, ekki síst á Indlandi, þar sem sagt er að það eigi sér „skrautlega fortíð“ hjá skattayfirvöldum.

Goldman Sachs International (Business in the Community, Ganesh Ramani frá British Asian Trust) þjáist af svo mörgum „erfiðum málum“ að jafnvel Wikipedia helgar þeim heila síðu!

Lockheed Martin (Prince's Trust, Kanada). Vopnasali sem er alræmdur fyrir fjölmörg mútuhneykslismál sín.

Macquarie. (Prince's Trust, Ástralía). Stærsti fjárfestingarbanki Ástralíu var nýlega viðriðinn 80 milljarða dollara deilu sem kölluð var „stærsta bankahneyksli sögunnar“.

Scotiabank (Prince's Trust, Kanada) þurfti að borga út meira en 120 milljónir Bandaríkjadala árið 2020 fyrir að hafa átt við verðmyndun.

Jitesh Gadhia (British Asian Trust), styrktaraðili Íhaldsflokksins í Bretlandi, var flæktur í „fé fyrir fund“ hneyksli David Cameron árið 2014 og árið 2018 var hann sakaður um hagsmunaárekstra vegna þess að hann var orðinn forstöðumaður vökvabrotsfyrirtækisins (e. fracking) Third Energy, samtímis því að vera ráðgefandi framkvæmdastjóri hjá UK Government Investments.

Shalni Arora (British Asian Trust). Eiginmaður hennar Simon, komst í fyrirsagnir blaða árið 2021 fyrir að greiða sjálfum sér út 30 milljónir punda. Fyrirtækið hans, B&M Bargain, hafði notið söluaukningar fyrir að fá að hafa opið vegna „nauðsynlegrar“ stöðu sinnar meðan á Covid lokunum stóð.

Varun Chandra (British Asian Trust). Fyrirtæki hans, Hakluyt, segir The Times, ráðleggur FTSE 100 fyrirtækjum og „var stofnað fyrir 27 árum af fyrrverandi MI6 leyniþjónustumönnum“. Umfjöllun í The Evening Standard lýsir fyrirtækinu sem „mjög leynilegu Mayfair fyrirtæki fullu af draugum“ og „hentugt hvíldarheimili fyrir MI6 menn“. „Fyrirtækið fékk umfjöllun árið 2001 þegar í ljós kom að það hafði notað leyniþjónustumann undir nafninu Manfred til að bora sig inn í umhverfishópa sem beittu sér gegn Shell og BP. Hakluyt var aftur þvingað í sviðsljós fjölmiðla árið 2012 vegna „dularfulls andláts eins af tilfallandi spæjurum þess á kínversku hótelherbergi“.

Karl komst í hann krappan vegna vinskapar við BBC níðinginn Sir Jimmy Savile heitinn.

Að lokum hefur Karl sjálfur lent í ýmsum vandræðum í gegnum tíðina, ekki síst varðandi tengsl hans við BBC barnaníðinginn Jimmy Savile eða þá hlutverk hans við að aðstoða vopnasalann BAE Systems við að selja orrustuþotur til Sádi-Arabíu. The National í Skotlandi skýrði frá: „Þingmaðurinn Margaret Ferrier sagði að Díana prinsessa hefði barist gegn sprengjuárásum þeirra á Jemen, sem að sögn fela í sér notkun bannaðra klasasprengja, og fullyrti að Karl „hefði lagt mikið á sig“ við að viðhalda markaðnum“.

Síðan er auðvitað þetta óheppilega slys í Parísargöngunum árið 1997...

6. Ljósgjafinn?

Ein sérlega áhrifarík persóna í alþjóðlegu neti Karls, er annar maður sem vill vera þekktur sem „Hans Hátign“, nefnilega The Aga Khan. Khan er enginn annar en alþjóðlegur stofnandi og verndari Prince's Trust og, á heimasíðunni segir, „sér um afhendingu á verkum góðgjörðasjóðsins í Bretlandi og Kanada og í gegnum staðbundna samstarfsaðila á Indlandi, Jórdaníu, Kenýa, Pakistan, Rúanda og Karíbahafinu. (Barbados, Trínidad og Tóbagó og Jamaíka)“.

Hans Hátign The Aga Khan er dáður af milljónum.

Viðskiptamógúllinn er með breskan, svissneskan, franskan og portúgalskan ríkisborgararétt og er með mörg alþjóðleg járn í eldinum. Í umfjöllun frá 2016 segir: „Sem stofnandi og stjórnarformaður Aga Khan þróunarnetsins í Genf, er hann í fararbroddi stofnunar sem hefur 80.000 manns í vinnu í 30 löndum, og spannar störf sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni á fátækum og stríðshrjáðum svæðum heimsins, ásamt gríðarstóru safni fyrirtækja í hagnaðarskyni, allt frá flugrekstri og orkuiðnaði, til fjarskipta, lyfja og lúxushótela“.

Hrein eign Khans hefur verið metin á 13,3 milljarða dollara og er honum lýst sem einum af fimmtán ríkustu „konungbornum“ í heimi, þó að hann hafi í raun ekkert konungsríki til umráða. Þess í stað er hann andlegur leiðtogi um 20 milljóna Ismaili-múslima, sem gefa honum umtalsverðar fjárhæðir og tilbiðja hann sem „Ljósgjafann“. Khan er persónulegur vinur Karls og móður hans, Elísabetar II drottningar [heitinnar], sem og spænska konungsins Juan Carlos. Hann er einnig sagður hafa langvarandi tengsl við breskar leyniþjónustur og önnur djúpríkisnet.

Khan hefur verið viðriðinn fjölda alþjóðlegra hneykslismála.

Árið 2012 kom í ljós að þó hann væri búsettur í Frakklandi hafi hann verið „undanþeginn“ greiðslu skatta af fyrrverandi forseta landsins, Nicolas Sarkozy. Þetta, skýrði The Daily Mail, þýddi að hann gat verndað mikinn auð sinn yfir Ermarsundið „þrátt fyrir að vera allt að 6 milljarða punda virði og eiga stórhýsi, snekkjur, einkaþotur, um 800 keppnishross og jafnvel einkaeyju á Bahamaeyjum“. . Síðar, árið 2017, brutust út deilur í Kanada þegar í ljós kom að forsætisráðherrann Justin Trudeau hafði eytt fríi á einkaeyju í Karíbahafi í eigu Khan. Meðan hann var þar ferðaðist hann með einkaþyrlu Ljósgjafans. Þar sem að stofnun Khan „fær milljónir frá kanadískum stjórnvöldum“ var spurt um tiltekinn hagsmunaárekstur! Trudeau fullvissaði almenning um að það væri ekkert til að hafa áhyggjur, af því að „Aga Khan er gamall fjölskylduvinur“. En engu að síður varð hann fyrsti kanadíski forsætisráðherrann sem varð uppvís að því að brjóta gegn siðareglum og neyddist til að biðjast opinberlega afsökunar.

Khan er einnig náinn vinur Rockefellers og Rothschilds.

Í ræðu á Plaza Hotel í New York í október 1996 sagði David Rockefeller: „Hans hátign The Aga Khan er maður framtíðarsýnar, vitsmuna og ástríðu. Ég hef notið þeirrar ánægju að þekkja hann í næstum fjörutíu ár, alveg síðan hann var í grunnnámi við Harvard og herbergisfélagi frænda míns Jay Rockefeller.“ Fyrir sitt leyti tjáði Khan „kærar þakkir“ til Rockefeller og bætti við: „Hann, fjölskylda hans og góðgerðarsamtök staðið fjölskyldu minni nær, starfi okkar og mér í mörg ár. Ég dáist að þeim fyrir stöðuga skuldbindingu þeirra við heimsmálin sem er til fyrirmyndar“. Í skilaboðum frá sameiginlegum vini þeirra, Rothschild lávarði, lofaði hann Khan fyrir „eflingu framtaks í einkageiranum og byggðaþróun“.

7. Nýlendustefna nútímans

Khan, Rockefeller og Rothschild eru félagar í gegnum sameiginlega aðild1001 klúbbi WWF. Að sögn rannsakenda var þessi lítt þekkti hópur stofnaður á áttunda áratugnum af nokkrum einstaklingum, þar á meðal föður Karls, Filippusi prins og Bernhard prins af Hollandi. Eins og við tókum fram í þessari yfirferð var Bernhard í SS deild nazista áður en hann stofnaði WWF. Hann var einnig formaður stýrihóps Bilderberg Group, sem Klaus Schwab, yfirmaður og stofnandi WEF, var félagi í.

WWF, World Wildlife Fund. Bangsamerkið er mörgum kunnuglegt.

Bernhard var einnig heiðursstyrktaraðili þriðja European Management Symposium sem Schwab hélt í Davos árið 1973, þegar stofnunin sem átti eftir að verða World Economic Forum, tók fyrst skýrari pólitíska afstöðu, með því að samþykkja skjal sem varð þekkt sem „Davos stefnuskráin“.

WWF er alræmt fyrir að reka frumbyggja af landi sínu fyrir hönd stórra viðskiptavina undir fölskum grænum fána „náttúruverndar“, og er í dag mjög áberandi í lobbýisma iðnaðarfjármála sem kallar eftir nýjum samningi um náttúruna, New Deal for Nature. Til að fá fulla greiningu á þessu öllu mælum við með frábæru starfi No Deal for Nature herferðarinnar, Survival International og Talking Africa. Við tókum eftir því að Karl er mjög fylgjandi þessari stefnuskrá, styður hugmyndina um „náttúrulegt fjármagn“ og ýtir í raun nýju „náttúrulegu fjármagnsbandalagi“ úr vör.

En þá má búast við því, því hann er forseti WWF-UK og „stoltur“ af því að vera það.

Haft er eftir honum á vef WWF: „Ég hef lengi dáðst að viðleitni þess til að takast á við hinar fjölmörgu ógnir sem steðja að dýralífi heimsins, ám, skógum og höfum. Ég hef komist að því á hve áhrifaríkan hátt það notar sérfræðiþekkingu sína og alþjóðlegt umfang til að mæta áskorunum hnignunar, svo sem loftslagsbreytingum og ósjálfbærri nýtingu náttúruauðlinda“. Enn og aftur, fagurt orðagjálfur sem dylur allt annan veruleika: Í þessu tilfelli nýlega hröðun bylgju hnattrænnar upptöku á landi sem hefur verið einkenni hins gróðadrifna breska heimsveldis um aldir.

8. Mótun sögunnar

Nú þegar Karl birtist eftir 70 ára dvöl á biðstofu Windsor, er hann orðinn Karl III konungur og þar með sögulega tengdur tveimur forverum sínum með sama nafni. Karl I, sem varð konungur árið 1625, var sá síðasti í fornríkinu, verndari lénsveldisins. Eftir að hafa verið fundinn sekur um harðstjórn og landráð, var hann hálshöggvinn fyrir framan mannfjöldann í London árið 1649.

Karl I hálshöggvinn í London árið 1649 fyrir harðstjórn og landráð. Bretland varð lýðveldi án konungs um skamma hríð.

Þetta var hápunktur Ensku byltingarinnar sem, eins og svo margar aðrar slíkar, endaði andstæð hagsmunum fjölda fólks sem hafði barist og dáið fyrir hana. Þegar Oliver Cromwell kramdi róttæklingana í New Model Army í Burford, var honum til heiðurs haldið fagnaðarhlaðborð af fjármálamönnum Lundúnaborgar. Frá þeirri stundu var áhersla landsins á verslun, útrás og arðrán, þar á meðal auðvitað þrælaverslun. Frá því að Cromwell hertók Írland á ný með blóði, tók við ellefu ára tímabil lýðveldisstjórnar, þekkt sem Samveldið, sem sá heimsveldi Bretlands byrja að taka á sig mynd með hertöku Jamaíka, Súrínam, St Helena, Nova Scotia og New Brunswick. Þegar sonur hins líflátna konungs, Karl II, tók við hásætinu með endurreisn konungsveldisins árið 1660, var hann „stjórnarskrár“ konungur, bundinn af þinginu og fús til að starfa sem höfðingi fyrir hernaðarlegu sölueininguna sem nefndist Breska heimsveldið.

Karl III virðist ætla að sameina verstu þætti beggja forvera sinna, með því að blanda gamla lénsveldinu saman við nútíma fyrirtækjarekstur til að móta „sjálfbært“ alþjóðlegt heimsveldi byggt á stafrænu vistarbandi og sníkjulífi áhrifamanna. Mikilvægt er þó að muna að samsæri geta ekki raungerst ef fólk fær veður af þeim. Með því að rannsaka og afhjúpa ranglæti getum við hrist af okkur hjálparleysi óvirkra áhorfenda sögunnar til að verða virkir þátttakendur, hluti af viðspyrnu.

Karl og samverkamenn hans úr valdastéttinni þurfa að dubba lævís áform sín upp sem „góðgjörðir“, „mannúðarverkefni“ eða „verndun“, vegna þess að þeir vita að annars myndum við hin aldrei vilja taka þátt í þeim. Þegar blekkingarhulunni hefur verið svipt af, og hinn skelfilegi veruleiki er afhjúpaður, þá mun heiðvirt fólk úti um allt snúa baki endanlega við þessum viðbjóðslegu blóðsugum og hinu illa rányrkjuveldi þeirra.

2 Comments on “Heimsveldi Karls: Gátan um konunglegu endurræsinguna”

  1. Það er til ljósmynd af Karli prins af Wales frá árinu 1970, þegar hann var rétt rúmlega tvítugur, þar sem hann sést ásamt Klaus Schwab í samræðum við einhvern þriðja aðila.

    Þeir hafa semsagt þekkst í rúmlega HÁLFA ÖLD og það er engum blöðum um það að að prinsinn hefur snemma tekið þennan skuggabaldur sér til fyrirmyndar og smátt og smátt gert hann að hugmyndafræðingi lífs síns (sjá ítarlegu umfjölluna hér á undan), leiðarljósi og gúrú.

    Auk þess hefur Karl sótt DAVOS-fundi leiðtogans dyggilega (gaman væri a vita hversu oft) og tileinkað sér boðskap hans svo samviskusamlega að hann getur romsað honum uppúr sér eins og fyrirmyndarnemandi á munnlegu prófi, rétt eins og okkar eigin DAVOS-dúlla gerði í sinni „stefnuræðu“ á alþingi í fyrradag.

Skildu eftir skilaboð