Þrír hermenn þurftu aðstoð við útför Englandsdrottningar í gær við Wellington Arch skömmu fyrir klukkan 14:00.
Einn þeirra virtist hrynja niður eftir að konungsfjölskyldan var farin, en tveir aðrir þurftu líka hjálp fyrir og eftir flutning kistu drottningarinnar í líkbílinn.
Í Hyde Park kastalanum hrasaði annar hermaður og var fluttur á brott af samstarfsmanni og fyrr um daginn var lögregluþjónn á vakt rétt við þingtorgið borinn burt á börum af sjóliðum eftir að hafa fallið niður.
St. John Ambulance neyðarþjónustan veitti fjölda manns aðstoð sem höfðu gegnið til liðs við mannfjöldann til að kveðja drottninguna.
Frá klukkan 8 - 13 á mánudag hafði þjónustan aðstoðað 238 manns, þar af voru 36 fluttir á sjúkrahús.
Og eins og fram kom í síðustu viku þá leið yfir einn af vörðum drottningarinnar síðastliðin fimmtudag á meðan hann stóð vaktina við kistu Elísabetar í Westminster Hall. Myndband af atvikinu má sjá neðar.
Fimm hermenn hnigu niður í sumar við hátíðarhöld drottningarinnar
Í júní sl. hnigu fimm hermenn niður við hátíðarhöld Elísabetar drottningar. Einhverjir vildu meina að hitanum hafi verið um að kenna, en um 20 gráður á Celsius mældist þann dag.
One Comment on “Þrír hermenn og lögreglumaður hnigu niður við útför drottningarinnar – vörður datt niður við kistuna”
Sprauturnar. Það að það líði yfir fólk í beinni útsendingu er orðið hið nýa norm.