Leikarinn Robert Cormier sem lék í kanadísku sjónvarpsþáttunum Heartland er látinn 33 ára að aldri.
Cormier lést föstudaginn 23. september á sjúkrahúsi í Etobicoke í Ontario eftir að hafa hlotið alvarlega áverka í falli samkvæmt systur hans, segir í nokkrum erlendum fjölmiðlum.
Í Daily Mail segir þó að ekkert sé gefið upp um dánarorsök Cormier í minningargrein um hann.
Cormier fór með hlutverk Finns í síðustu tveimur þáttaröðum Heartland en alls hafa verið gerðar 15 seríur. Cormier er minnst á Twitter-síðu Heartland.
Input your text here! The text element is intended for longform copy that could potentially include multiple paragraphs.