Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hefur kært sjónvarpsstöðina CNN fyrir ærumeiðingar. Trump krefst 475 milljóna Bandaríkjadollara í skaðabætur, sem gerir um 69 milljarðar íslenskra króna, en hann sakar sjónvarpsstöðina um ærumeiðingar og rógburð gegn sér.
Trump heldur því fram í málsókn sinni að CNN hafi beitt yfirburðum sínum sem leiðandi sjónvarpsstöð í að beita áróðri gegn honum og það sé pólitísk árás. Málið fer fyrir héraðsdóm í Fort Lauderdale í Flórída.
Í málsókninni, sem telur 29 blaðsíður, heldur Trump því fram að CNN hafi lengi gagnrýnt hann en að árásum gegn honum hafi fjölgað upp á síðkastið. Það sé gert vegna ótta um að hann bjóði sig aftur fram til forseta í næstu forsetakosningum sem fara fram árið 2024.
Reuters greinir frá því að í kærunni segi: „Að ásakanirnar séu mjög ærumeiðandi þar sem CNN líkir Trump við Hitler og sem hann kallar „Stóru lygi.“ Þetta er illgjarn og óheiðarlegur fréttaflutningur, sem settur er fram til að ná tilætluðum markmiðum: þ.e. að fá lesendur og áhorfendur til að tengja stefnanda við mestu lágkúru sem hugsast getur og gert í þeim tilgangi að fá lesendur til að óttast hann og kjósa hann ekki í komandi kosningum.
2 Comments on “Trump kærir CNN fyrir ærumeiðingar og rógburð”
Hatur vinstri-sinnaðra fjölmiðla á Trump er yfirgengilegt. Á meðan fær Joe Biden nánast enga gagnrýni. Samt hefur nánast allt farið á verri vegu í hans forsetatíð, frá Afganistan-klúðrinu til óðaverðbólgu til óreiðu á landamærunum, etc. Maðurinn er augljóslega ófær um að gegna embættinu, er með elliglöp á alvarlegu stigi. Hins vegar er allt gert í fjölmiðlum til að halda því leyndu frá almenningi. ´Where is Jackie?´ spurði hann fyrir nokkrum dögum en þingmaðurinn dó í bílslysi í Ágúst og Biden var viðstaddur minningarathöfnina í Hvíta Húsinu! Er það ekki með ólíkunum að Joe Biden fær frípassa í fjölmiðlun, það mátti t.d. ekki fjalla um gjörspilltan son hans, Hunter, í aðdraganda kosninganna.
Unnið mál einfaldlega vegna þess að CNN getur ekki fært haldbær rök fyrir hatursáróðri sínum.