JP Morgan bankinn slítur viðskiptum við rapparann Kayne West

frettinErlent, Fræga fólkið1 Comment

Aðeins nokkrum dögum eftir að rapparinn Kanye West var í viðtali hjá þáttastjórnandanum Tucker Carlson þar sem hann útskýrði hvers vegna hann klæddist „White Lives Matter“ stuttermabol ákvað bankinn JP Morgan að segja upp öllum bankaviðskiptum við hann án þess að gefa nokkra skýringu.

West notaði bankareikninginn fyrir milljarða dollara fatafyrirtækið sitt, Yeezy LLC, en nú hefur hann frest til 21. nóvember til að finna nýjan viðskiptabanka.

Þessi ákvörðun JP Morgan er í takti við þá nýju þróun bankastofnana að stöðva viðskipti við hvern þann sem segir eitthvað sem eyðileggur e.k. hugmyndir eða áætlun.

Áður slitu Deutsche Bank og United Bank viðskiptum við Donald Trump, fyrrv. Bandaríkjaforseta eftir atburðinn 6. janúar 2021 við þinghúsið í Washington DC.


One Comment on “JP Morgan bankinn slítur viðskiptum við rapparann Kayne West”

  1. Ég fylgdist með þessu máli öllu á twitter og horfði á seinna myndbandið með honum og tucker carlson sem vantar hérna fyrir ofan. öll lætin virtust snúast um að hann nefndi qydinga, gaf í skyn að þeir stjórnuðu útskúfunarkúltúr miðlunum. Og núna er búið að henda honum útaf þessum miðlum og loka bankareikninginum hans og útskúfunarherferð farin í gang gegn honum. Er þetta ekki einmitt þetta „cancel culture“ sem hann var að tala um? Og hvernig getur banki lokað bara á einhvern sí svona án þess að rökstyðja það einusinni?

Skildu eftir skilaboð