Vísindamenn við Boston háskólann bjuggu til nýtt banvænt Covid afbrigði

frettinErlent, Rannsókn5 Comments

Vísindamenn Boston háskólans voru í dag fordæmdir fyrir að „leika sér að eldinum“ eftir að í ljós kom að þeir höfðu búið til banvænan nýjan Covid stofn á rannsóknarstofu.

DailyMail.com leiddi í ljós að teymið hafði búið til blendingsvírus, sem sameinaði Omicron og upprunalega Wuhan stofninn, og drap 80 prósent músanna í rannsókninni.

Þetta sýnir hversu hættulegar rannsóknir á vírusmeðhöndlunum geta verið, jafnvel í Bandaríkjunum, og að þetta sé verið að framkvæma þrátt fyrir ótta um að svipaðar aðferðir gætu hafa komið Covid-19 heimsfaraldrinum af stað.

Prófessor Shmuel Shapira, leiðandi vísindamaður í ísraelsku ríkisstjórninni, sagði: „Þetta ætti að vera algjörlega bannað, það er verið að leika sér að eldi.“

Rannsóknir á virknieflingu, þ.e. þegar vírusum er markvisst breytt til að vera meira smitandi eða banvænni, er talin vera aðalatriðið í uppruna Covid-19.

Kínversk rannsóknarstofa, staðsett aðeins nokkrum kílómetrum frá fyrstu Covid tilfellunum, var að framkvæma svipaðar rannsóknir á kórónuveirum í leðurblökum.

Dr Richard Ebright, efnafræðingur við Rutgers háskólann í New Brunswick, New Jersey, sagði við DailyMail.com að: „Rannsóknin er skýrt dæmi um rannsókn á virknieflingu“.

Hann sagði líka: „Ef við ætlum að forðast næsta heimsfaraldur sem búinn er til á rannsóknarstofu, er mikilvægt að efla eftirlit með rannsóknum sem geta leitt til heimsfaraldurs.“

Rannsóknina má sjá hér og lesa má nánar um málið t.d. hér.


5 Comments on “Vísindamenn við Boston háskólann bjuggu til nýtt banvænt Covid afbrigði”

  1. Ég veit ekki hvað ég á af mér að gera! Í kringum mig eru bara afbrigði af afbrigðilegu fólki, sem er ekki vakandi yfir þeim glæpa verkum sem öll eru mannfjandsamleg og ættu hvergi að vera í snertingu við mannfélagið. Svona staður eins og FRÉTTIR er eins og eyja í mannhafinu sem er eins og björgunarbátur, eða hreinsunardeild sem er að reyna að koma skikki á mál sem eru að kæfa mannkynið. VAKNIÐ ALLIR SEM EINN!

  2. Venjulegur hræðsluáróður í bresku götublaði, heimildagildi ekkert.
    Finna sér betri og áreiðanlegri fréttamiðil til þess að þýða.

  3. Aftur til upphafsins í Wuhan institute of virology. Sars-cov-2 er akkúrat gain of function aka manngerður vírus. We all know it eins og Joan Rivers sagði um Mice eiginmann Barrack Hussein Obama

  4. Það er jafn auðvelt að semja og slíka grein til birtingar í „virtu fræði- eða vísindatímariti“ og bull í bresku götublaði, enda sömu eignendur að hvoru tveggja.
    Sjá nánar um þetta síðastnefnda atriði ævisögu blaðakóngsins Roberts Maxwell (faðir Ghislaine) sem, eftir að hafa sópað til sín slíkum götublöðum í stórum stíl, hófst handa við að kaupa upp öll fáanleg vísindatímarit eftir að hann hafði áttað sig því hversu gífurlega ábatasamt það væri: Þau væru miklu ódýrari í uppkaupum, stór áskrifendahópur, hægt að hækka verð á auglýsingum uppúr öllu valdi (lyfjafyrirtækin), en þó að því tilskyldu að passa vandlega uppá að engin grein kæmist inná síður þeirra með efni þar sem viðraðar væru niðurstöður sem andstæðar væru ríkjandi sjónarmiðum (kallst nú því fína heiti að efnið sé ‘ritrýnt’). Rúsínan í pylsuendanum fólst svo í því að láta greinarhöfundana (eða stofnanir þeirra) GREIÐA, fyrst smáræði en síðan fúlgur fjár fyrir birtinguna. Í ljós kom að enginn þeirra hafði neitt á móti því að borga heldur greiddu uppsett verð með glöðu geði.

    Hér væri hægt að telja upp slík rit og útgáfufyritæki í tugatali, þar með talið öll þau „VIRTUSTU“, (sum jafnvel stofnuð á 19 öld) en látum það liggja á milli hluta í bili.

Skildu eftir skilaboð