BlackRock missir 500 milljónir dollara til viðbótar úr sjóðastýringu vegna ESG

Erna Ýr ÖldudóttirErlent, Erna Ýr Öldudóttir, Viðskipti1 Comment

Missouri ríki í Bandaríkjunum hefur tekið 500 milljónir dollara úr lífeyrissjóðastýringu starfsmanna ríkisins hjá eignastýringafyrirtækinu BlackRock Inc., segir Reuters frá í dag.

Fjármálastjóri ríkisins, Scott Fitzpatrick, kvað ástæðuna vera vegna þess að eignastýringarfyrirtækið notaði ESG-staðla við fjárfestingar, í stað þess að reyna að hámarka arðsemi sjóðfélaga.

ESG staðlar miða að því að veita fjármagni í verkefni tengd umhverfis-, félags- og stjórnunarháttum. Þannig má segja að fjármagninu sé varið til að uppfylla pólitísk markmið í stað þess að tryggja örugga arðsemi lífeyris sjóðfélaga.

BlackRock Inc. þurfti að verja sig fyrir harðri gagnrýni ríkissaksóknara í 19 ríkjum í Bandaríkjunum í september sl., skv. The New York Times. Financial Times greindi frá því fyrr í mánuðinum að þeir hefðu tekið einn milljarð Bandaríkjadollara úr sjóðastýringu hjá fyrirtækinu.

ESG fjárfestingarnar fuðra upp

Þeir sökuðu sjóðastýringafyrirtækið, sem er hið stærsta í heimi, um að láta „loftslagsáætlanir“ og samstarf við „loftslagsaktívista“, ganga fyrir hagsmunum sjóðfélaga,  í stað þess að fjárfesta í orkuiðnaði. BlackRock Inc. skilaði mettapi upp á 1,7 billjón dollara á fyrstu sex mánuðum ársins, skv. Bloomberg. Hlutabréf sjóðsins þykja ekki lengur vænleg til vinnings. Fjármálasérfræðingar vöruðu fjárfesta við kaupum á bréfum félagsins fyrir viku síðan, og sögðu vaxandi áhættu tengda ESG.

Þess má geta að íslenskir bankar og lífeyrissjóðir eru með sjóði í stýringu hjá BlackRock Inc. og öðrum eignastýringafyrirtækjum í meirihlutaeigu fyrirtækisins. Einnig hafa ESG staðlarnir farið eins og sinueldur yfir fjárfestingastefnu fyrirtækja, banka og lífeyrissjóða í heiminum og á Íslandi, en Innherji fór yfir það mál í september sl.

One Comment on “BlackRock missir 500 milljónir dollara til viðbótar úr sjóðastýringu vegna ESG”

  1. Hvernig væri nú ef Fréttin legðist í smá rannsóknarblaðamennsku, og uppfræddi síðan lesendur sína nánar um hvað starfsemi Blackrock snýst í raun og veru. Ótal heimasíður má finna á netinu, þar sem þetta er upplýst nákvæmlega
    (en vitaskuld hvergi í meginstraumsfjölmiðlunum).

    Í stuttu máli er hér um að ræða stærstu og víðtækastu fjárplógsstarfsemi sem heimurinn hefur nokkurn tímann kynnst.

    Sérgrein þeirra er að keyra fasteignaverð á vissu svæði uppúr öllu valdi og koma síðan í veg fyrir með bolabrögðum að það lækki aftur. Skyldu þeir vera að verki hér í Reykjavík?

Skildu eftir skilaboð