Pútín setur herlög í fjórum fyrrum héruðum Úkraínu

Erna Ýr ÖldudóttirErlent, Erna Ýr Öldudóttir, StjórnmálLeave a Comment

Herlög hafa verið sett á þeim fjórum svæðum sem nýlega kusu að gerast hluti af Rússneska ríkjasambandinu. Vladimír Pútín Rússlandsforseti tilkynnti um ákvörðunina í dag, en frá því greinir Russia Today.

Ákvörðunin var tekin í kjölfar frétta um að Kænugarðsstjórnin sé að búa sig undir umfangsmikla sókn gegn höfuðborg Kherson. Hvorki Úkraínustjórn né meirihluti ríkja heims hefur samþykkt kosningar, sjálfstæðisyfirlýsingar né ákvörðun íbúa ríkjanna um aðildarumsókn og inngöngu þeirra í Rússneska ríkjasambandið, og kalla hana „innlimun“.

Donbass-lýðveldin Donetsk og Lugansk, auk Kherson og Zaporozhye, höfðu sett herlög áður þau urðu hluti af Rússlandi, útskýrði Pútín. Ákvörðunin veiti lagalegan grundvöll fyrir því að þau verði áfram á sínum stað undir fullveldi Rússlands, er haft eftir Pútín á fundi öryggisráðsins. Herlögin taka gildi á miðnætti í kvöld.

Aukið viðbúnaðarstig á öllum landamærasvæðum og Krím

Í sérstakri tilskipun, sem undirrituð var á miðvikudag, fyrirskipaði rússneski forsetinn „viðbragðsáætlun á meðalstigi“ í nokkrum öðrum hlutum landsins sem eiga landamæri að Úkraínu. Þar á meðal eru Lýðveldið Krím, borgin Sevastopol, svo og Krasnodar, Belgorod, Bryansk, Voronezh, Kursk og Rostov svæðin. Þetta er sérstök stjórn sem veitir embættismönnum viðbótarvald til að tryggja öryggi og skjót viðbrögð við neyðartilvikum.

Svæðisstjórn tilkynnti í vikunni að íbúar yrðu fluttir frá Kherson-borg yfir á austurbakka Dnieper-árinnar vegna ógnar sem stafar af hersveitum Úkraínu.

author avatar
Erna Ýr Öldudóttir

Skildu eftir skilaboð