Ný drög frá NHS lýðheilsustofnuninni gefa fyrirmæli um að læknar í Bretlandi, munu hér eftir hætta að hvetja börn með kynáttunarvanda til að breyta um fornöfn, og einnig verði hætt verði að hvetja börn til klæða sig í fatnað af gagnstæða kyninu.
Heilbrigðisyfirvöld segja að ekki ætti lengur að líta á kynskiptiaðgerðir sem normið, vegna þeirra alvarlegu afleiðinga sem slíkar aðgerðir geta haft á andlega heilsu barna.
Nýju drögin fela í sér miklar breytingar og er búið að bæta við nýjum lið sem kallast félagsleg umskipti (social transforming). Ferlið gengur út á það að einstaklingur sé meðhöndlaður sem sitt líffræðilega kyn og án læknisfræðilegra inngripa og hætt verði að nota kynþroskabælandi hormóna á börn, sem hefur þótt mjög umdeilt.
Fjölskylda barnanna, vinir og skóli eru hvattir til að styðja þetta ferli.
Samkvæmt nýju drögum NHS er skorað á lækna að viðurkenna að flest tilfelli „kynjamisræmis“ hjá börnum sé einungis tímabundið ástand.
„Klíníska nálgunin varðandi börn með kynáttunarvanda endurspeglar vísbendingar um að í flestum tilfellum, er kynáttunarvandinn ekki viðvarandi fram á unglingsár,“ segir í drögunum.
Þess vegna þarf að hvetja til félagslegrar aðhlynningar fyrir börn á kynþroskaskeiði vegna áhættu á geðheilsubrest, þegar það nær unglingsárum.
„Klíníska nálgunin verður að vera meðvituð um áhættuna á kynjaskiptum og þeim erfiðleikum sem barnið getur upplifað seinna meir, ef það vill snúa aftur í upprunalega kynið við kynþroskaaldur,“ segir í drögunum.
Meira um málið má lesa á Daily mail.