Rússar vara við kjarnorkuógn af „skítabombu“ Úkraínustjórnar

Erna Ýr ÖldudóttirErlent, Erna Ýr Öldudóttir, Stjórnmál, UmhverfismálLeave a Comment

Stjórnvöld í Kreml vara við því að Úkraínustjórn vilji sprengja „skítabombu“ (e. Dirty Bomb) til að ná höggstað á Rússum í átökunum í Úkraínu. Frá því greinir Russia Today.

Sögusagnir þess efnis hafa sést á Twitter og Telegram rásum undanfarna daga. „Skítabomba“ er ekki kjarnorkusprengja, heldur venjuleg sprengja sem er „endurbætt“ með geislavirkum efnum eða úrgangi. Slík sprengja gæti valdið gríðarlegu og langvarandi mengunarslysi. Geislavirkni gæti borist mjög víða með vatni og vindum, til að mynda til Póllands og Eystrasaltsríkjanna, eða suður í Svartahaf og til Tyrklands.

Viðvörunin frá Kreml kemur í framhaldi af yfirlýsingu varnarmálaráðuneytis Rússlands um að stjórnvöld í Kænugarði hafi gripið til þessa óráðs, í þeim tilgangi að reyna að kenna Rússlandi um. Stjórnvöld þarlendis segjast hafa upplýsingar um að smíði sprengjunnar sé á lokametrunum auk áætlana Úkraínustjórnar um að nota hana.

Úkraínustjórn og Bandaríkin vilja ekki kannast við málið

Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra Rússlands, varaði Bretland, Frakkland og Tyrkland við þessum áformum í gær, og ræddi við Lloyd Austin, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna í síma.

Stjórnvöld í Úkraínu hafa hafnað þessum ásökunum, og sagt að ólíkt Rússlandi, væru þau ávallt með allt uppi á borðinu. Anthony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna ræddi við Kuleba, utanríkisráðherra Úkraínu í síma, og hafnaði ásökunum Rússa í framhaldinu sem fölskum.

Skildu eftir skilaboð