Breski útvarpsþáttastjórnandinn Tim Gough lést í morgun á meðan hann stjórnaði morgunþætti sínum á útvarpsstöðinni GenX Radio Suffolk. Um klukkutími var liðinn af þættinum þegar tónlistin stoppaði skyndilega í miðju lagi.
Skömmu síðar hófst tónlistin aftur en stjórnendur stöðvarinnar tilkynntu þá að Gough sem var 55 ára hefði látist. Líkleg dánarorsök er sögð hjartastopp.
Gough var ákafur talsmaður fyrir ágæti C-19 „bóluefnanna“ eins og færsla hans frá 19. október í fyrra sýnir. Þá gaf hann lítið fyrir þá sem settu spurningar við opinberu útgáfuna af C-19 „faraldrinum“ eins og færsla hans frá því í desember 2020 staðfestir. Þá lýsti hann því í Twitter færslu 21. desember í fyrra að örvunarskammtur frá Pfizer og Moderna væri ekkert vandamál, aðeins aumur handleggur í 36 klukkustundir og hvatti til þess að farið væri í örvunarskammt.
Það má því ganga út frá því með vissu að Gough hafi verið marg sprautaður með C-19 „bóluefni“.
Í ljósi mikilla veikinda og fjölda skyndilegra dauðsfalla í mikið C-19 „bólusettum“ löndum undanfarna mánuði er ekki ólíklegt að sprautuefnin hafi stuðlað að ótímabærum dauða hans eins og margra annarra C-19 „bólusettra“ einstaklinga.
https://twitter.com/Tim_Gough/status/1450586642679484419
One Comment on “Útvarpsmaður deyr í beinni útsendingu – ákafur talsmaður C-19 „bólusetninga“”
Ég segi nú bara eins og mér var kennt við matarborðið sem drengur: „Verði þér að góðu!“