Bandaríski auðkýfingurinn Elon Musk gekk í gær frá kaupum á Twitter og er hann nú orðinn eini eigandi samfélagsmiðilsins. Kaupverðið var 44 milljarðar Bandaríkjadala eða því sem nemur 6.336 milljörðum íslenskra króna. Í kjölfarið fékk hópur yfirmanna hjá fyrirtækinu reisupassann, þar á meðal forstjóri þess Parag Agrawal.
Auðkýfingurinn hefur reynt að róa áhyggjur auglýsenda af kaupum sínum á Twitter og sagt þeim að hann sé að kaupa samfélagsmiðilinn til að hjálpa til við að bjarga mannlegri siðmenningu og að fasísk sjónarmið og þöggun verði ekki liðin á samskiptamiðlinum.
Musk sendi auglýsendum Twitter skilaboð áður en hann keypti miðilinn og útskýrði rökin fyrir samningnum. „Ég gerði þett ekki til að græða meiri peninga,“ sagði hann. „Ég gerði þetta til að reyna að hjálpa mannkyninu, sem ég elska. Og ég geri það af auðmýkt, ég vil opna umræðuna og engin ritskoðun verður liðin eins og Twitter er þekkt fyrir. Musk sagði tjáningarfrelsið vera nauðsynlegt fyrir virkt lýðræði.
Ein umdeildasta ritskoðun Twitter er þegar að miðilinn lokaði á aðgang Donald Trump Bandaríkjaforseta, en Musk hefur heitið því að opna hann aftur.
Þá lokaði Twitter einnig á reikninga einna þekktustu og virtustu vísindamanna heims, þeirra Dr. Robert Malone og Dr. Peter McCullough, en þeir hafa gagnrýnt Covid bólusetningar og varað við afleiðingum þeirra. Búast má við að þeirra reikningar verði einnig opnaðir á næstunni, ásamt fleirum sem Twitter hefur reynt að þagga niður í, í krafti yfirburða sinna á markaðnum.
Dear Twitter Advertisers pic.twitter.com/GMwHmInPAS
— Elon Musk (@elonmusk) October 27, 2022
6 Comments on “Elon Musk útskýrir hvers vegna hann keypti Twitter”
Fyndið hvað þetta woke hyski er snar núna, þegar maður hélt að þau gætu ekki verið meira snarvitlaus en þau eru nú þegar🤣
Það er ólýðandi að í lýðræðisríkjum sé lokað fyrir skoðanafrelsi einstaklinga eins og hefur gerst á undanförnum árum. Gott framtak hjá Musk. Auðvitað munu vinstri-sinnaðir einstaklingar úthúða hann! Þetta fólk á bara að flytja til Kína sem er þeirra draumaland.
Það er enginn Elon Musk til, þetta er tölvugerð mynd.
Einfalt að ganga úr skugga um það með því að slá nafnið inní leitarvél, og smella svo á myndir (e.images)
“Hann” er alls staðar eins, ekkert annað fólk í kringum, enginn eðlilegur bakgrunnur
og “hann” hefur hvergi sést opinberlega með öðrum þekktum persónum á óvéfengjanlegu myndbandi.
Sorry Stína, þetta er allt saman “feik”……
Er bara allt í plati hjá þér Björn, mæli með að þú horfir á viðtalið við hann hjá Joe Rogan, eigðu gott kvöld. https://www.youtube.com/watch?v=ycPr5-27vSI
Ekkert auðveldara heldur en að falsa slíkt viðtal í stúdíói: Þangað til að “hann” sést á ferli, í eðlilegu umhverfi utanhúss, með öðru fólki og myndaður í beinni útsendingu af óháðum aðilum, öðrum en meginstraumsfjölmiðlum þá stend ég við ofangreint.
Önnur slík tölvumynd er “Edward Snowden” sem hefur hvergi og aldrei sést úti við eða á almannafæri síðan hann “flúði”,
Reyndar er skemmtilegt við þær síðastnefndu falsanir hversu illa þær er gerðar, mun lélegri heldur en Muskið.
Björn Jónsson, hér virðist maðurinn vera til ,,ekki rétt…………………………………….https://www.facebook.com/reel/444589871049289/?s=ifu