Eftir Þorstein Siglaugsson:
COVID-19 sprautur auka líkur á alvarlegum veikindum og dauða samkvæmt nýrri rannsókn frá Oxford, Edinborg og Swansea.
Þessi nýja ritrýnda rannsókn sýnir að fyrsti skammtur bóluefnanna, bæði Astra Zeneca og Pfizer, veita í upphafi nokkra vörn gegn veikindum og dauða en að 60-70 dögum liðnum verða líkurnar meiri en hjá óbólusettum. Hvað Astra Zeneca varðar eykur annar skammturinn enn á þennan mun, en Pfizer minnkar hann örlítið; samanburðurinn er þó enn neikvæður miðað við óbólusetta.
Þessar niðurstöður marka tímamót. Þegar er búið að sýna glöggt fram á hvernig bóluefnin auka smitlíkur. Því hefur hins vegar verið haldið staðfastlega fram að þau veiti örugga vörn gegn alvarlegum veikindum og dauða. En nú er þetta síðasta hálmstrá horfið: Bóluefnin eru verri en ekkert, hvaða viðmið sem notað er.
Það verður áhugavert að fylgjast með viðbrögðum ritskoðunarveitanna og samfélagsmiðlanna við þessari rannsókn.