Fimmsprautaður forstjóri Sóttvarnarstofnunar Bandaríkjanna aftur með Covid

frettinCOVID-19, Erlent1 Comment

Forstjóri bandarísku sóttvarnarstofnunarinnar (CDC), Rochelle Walensky er sögð hafa greinst aftur með COVID-19. Walensky var með væg einkenni á sunnudag og er í einangrun á heimili sínu í Massachusetts, sagði CDC á mánudag.

Walensky sem er 53 ára var síðast með Covid-19 þann 21. október sl. Hún er sögð hafa tekið lyfið Paxlovid og fengið neikvætt út úr prófi þar á eftir. En einkennin komu aftur og Walensky er aftur komin í einangrun, vinnur heima og heldur fjarfundi, sagði CDC.

Paxlovid er sagt hafa reynst árangursríkt við að koma í veg fyrir alvarlega sjúkdóma og dauða meðal þeirra sem eru í mestri hættu, þar á meðal eldra fólks og þeirra sem eru með veikt ónæmiskerfið. En lyfið virðist hafa lítinn eða engan ávinning fyrir yngri fullorðna. Sumir sem taka lyfið hafa fundið fyrir endurkomu einkenna eftir að hafa lokið fimm daga meðferðaráætlun Paxlovid með pillum.

Embættismenn CDC sögðu að Walensky væri búin að taka öll bóluefnin sín, alls fimm skammta.

Ekki fylgir sögunni hvers vegna fimmsprautaða forstjóranum var gefið lyfið Paxlovid sem er aðallega gefið eldra og veikara fólki sem er í hættu á að leggjast inn á spítala.

Á síðasta ári fullyrti Walensky að þeir sem væru búnir að fá Covid spratur myndu hvorki bera veiruna né veikjast af Covid.


One Comment on “Fimmsprautaður forstjóri Sóttvarnarstofnunar Bandaríkjanna aftur með Covid”

  1. ‘Feikfrétt’ þess fólks sem er af öllum lífs og sálar kröftum reynir að halda lífi í kóvítinu og örva söluna á „bóluefnunum“ uppá nýtt.
    Á Íslandi gerir nýja „sóttvarna“rugludollan að sér far um að kynda undir ótta fólks af öllum mætti: Margfalt fleiri (180) eiga að hafa drepist úr kóvítínu hér á þessu ári heldur en tveimur næstu árum á undan til samans (39).

    Nú vill svo til að mannkynið hefur kynnst ótal farsóttum og drepsóttum í gegnum tíðina, en þær áttu það hins vegar ALLAR sameiginlegt að ganga mjög HRATT yfir. Til dæmis gekk Spænska veikin yfir í Reykjavík á aðeins 3 vikum (10 – 30. nóvember 1918) og kom aldrei aftur. Hún breiddist heldur aldrei út til Norður-Austur eða Suðausturlands og aðeins 250-400 manns létust úr veikinni svo nokkuð öruggt sé, þegar engin almennileg lyf voru til í landinu. En nú er hinsvegar reynt að telja okkur trú um að ekki sjái enn fyrir endann á kóvítinu og fórnarlömbum veikinnar fari ört fjölgandi.

    Það má segja um það vesalings fólk sem trúir svona löguðu það sama og karlinn sagði aðspurður um afkvæmi sín:
    Mín börn eru ekkert óheimskari heldur en annarra manna börn.

Skildu eftir skilaboð