Rapparinn Coolio er látinn

frettinErlent, Fræga fólkiðLeave a Comment

Coolio (réttu nafni: Artis Leon Ivey Jr), þekktastur fyrir smellinn Gangsta's Paradise árið 1995 er látinn, 59 ára að aldri.

Að sögn Jarez Posey, umsjónarmanns hans, fannst Coolio meðvitundarlaus á miðvikudaginn 28. september á baðherbergisgólfinu í húsi vinar síns í Los Angeles. Sjúkrabíll var kallaðir til um klukkan 16 en sjúkraflutningamenn úrskurðuðu Coolio látinn á vettvangi.

Dánarorsök Coolio hefur ekki enn verið upplýst, en Posey sagði við miðill TMZ að sjúkraflutningamenn teldu að hann gæti hafa fengið hjartastopp. Samkvæmt fréttamiðlinum hefur lögreglan hafið rannsókn á dauða hans en eins og er virðist engin merki vera um að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti og engin fíkniefni eða áhöld fundust á vettvangi.

Heimild.

Skildu eftir skilaboð