FDA dæmt til að afhenda öll gögn um Covid bóluefnin á tveimur árum í stað 23 árum

frettinDómsmál, ErlentLeave a Comment

Alríkisdómari í Texas fyrirskipaði í vikunni Matvæla- og lyfjaeftirliti Bandaríkjanna (FDA) að hraða birtingu opinberra gagna sem stofnunin studdist við í samþykktarferli sínu fyrir COVID-19 bóluefnin. Um er að ræða gögn Moderna fyrir fullorðna og gögn Pfizer fyrir börn. Dómarinn krafðist þess að öll skjöl verði gerð opinber um mitt árið 2025 í staðinn fyrir eftir 23, 5 ár eins og FDA hafði farið fram á.

Dómsmálið var höfðað gegn FDA af foreldrum barns sem hlaut skaða af COVID-19 sprautum. Dómarinn fyrirskipaði FDA að birta gögnin á fimmföldum hraða, miðað við það sem FDA vildi.

„Lýðræðið deyr bak við luktar dyr,“ sagði Mark Pittman héraðsdómari í dómi sem kveðinn var upp 9. maí sl., þar sem þess er krafist að FDA afhendi að meðaltali 180.000 blaðsíður á mánuði af rannsóknargögnum um COVID-19 bóluefnið frá Moderna og Pfizer.

FDA hélt því fram að það væri „ópraktískt“ að afhenda um 4,8 milljónir bls. á skemmri tíma en 23, 5 árum.

Á síðasta ári var FDA dæmt til að afhenda öll gögn sín um Pfizer COVID-19 bóluefnið fyrir 16 ára og eldri á mun meiri hraða en á 75 ára tímabili eins og FDA hafði krafist.

Þessi nýjasti dómur krefst þess síðan að FDA opinberi öll gögn sín um Pfizer COVID-19 bóluefni fyrir 12 til 15 ára (og Moderna fyrir fullorðna) fyrir 31. júní 2025.

Repúblikanar sem sitja í nefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings um Covid heimsfaraldurinn tilkynntu í mars sl. að þeir kröfðust svara eftir að nýlega birtir tölvupóstar gáfu til kynna að FDA hafi flýtti fyrir samþykki COVID-19 bóluefna og örvunarskammta vegna bólusetningaskyldu.

Heimild: Epcoh Times.

Skildu eftir skilaboð