Trump ætlar að opinbera öll Kennedy skjölin verði hann forseti á ný

frettinErlent1 Comment

Donald Trump forsetaframbjóðandi og fyrrum forseti Bandaríkjanna sagði í viðtali á mánudag að verði hann endurkjörinn forseti muni hann birta eftirstöðvar af John F. Kennedy skjölunum fyrir almenning.

„Ég gaf út mikið af skjölum varðandi morðið, eins og þið vitið. Og ég mun opinbera allt hitt,“ sagði Trump í viðtali við miðilinn The Messenger Monday.

Í viðtalinu var fjallað um nokkur málefni, þar á meðal CNN viðtalsþátt, Ron DeSantis ríkisstjóra Flórída, kosningasvik, fóstureyðingar og fleira. Að lokum spurði miðillin um JFK skjölin.

The Messenger: Að lokum, ég held að við séum komin í 30 mínútur, ekki satt. JFK skjölin. Þú ætlaðir að gefa út öll JFK skjölin sem forseti. En á endanum gerðir þú það ekki. Og það var hlaðavarps viðtal þar sem Andrew Napolitano dómari sagði, og ég umorða það hér, þú sagðir honum að almenningur ætti ekki að sjá þessar upplýsingar. Er það rétt?

Trump: „Ég opinberaði mikið af þeim eins og þið vitið. Og ég mun opinbera öll hin skjölin sem eftir eru."

The Messenger: Þannig að það var ekkert þarna sem almenningur ætti að vera hræddur við eða sem lætur Bandaríkin líta hræðilega illa út?

Trump: „Ég vil ekki tjá mig um það en ég skal segja ykkur að ég hef opinberað mikið af skjölunum og ég mun opna þann hluta sem eftir er mjög snemma á kjörtímabilinu."

Hér má lesa og sjá allt viðtalið.

One Comment on “Trump ætlar að opinbera öll Kennedy skjölin verði hann forseti á ný”

  1. Ætti frekar að náða J. Assange, fyrir hvað er hann í fangelsi, fyrir að opinbera sannleikann!

Skildu eftir skilaboð