„Skjólgarðar“ Reykjavíkurborgar eru flóttamannabúðir

frettinHælisleitendur, Innlent2 Comments

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, ásamt Bergþóri Ólasyni þingmanni, fjölluðu um málefni flóttamanna í hlaðvarpsþættinum Sjónvarpslausir Fimmtudagar, sl. fimmtudag. Þeir ræddu meðal annars það að félagsmálaráðherra og borgarstjóri hafi blásið til blaðamannafundar til að tilkynna að borgin ætli að taka við 1.500 hælisleitendum.

„Enginn spurði hvernig borg sem þjökuð er af fjármagns- og húsnæðisskorti ætlaði að fara að því að taka á móti 1.500 manns á einu ári (yfir 1% af íbúafjölda)“, segir Sigmundur og að „nú hafi síðan birst fréttir um að samverkamennirnir hyggist reisa flóttamannabúðir í borginni. Það á bara að kalla þær „skjólgarða”.“

Sigmundur segist eitt sinn hafa reynt að búa til skjólgarð þegar hann  var með hugmyndir um að rækta kirsuber á Íslandi. „Það kom eitt ber og ég fylgdist með því á hverjum degi en svo kom fugl og tók það. Getum við ekki reynt að kalla hlutina sínum réttu nöfnum í stað þess að leyfa einhverjum að koma fljúgandi og taka orð til að nýta þau í stað heitanna sem lýsa hlutum rétt? Ef menn hafa engan áhuga á að ná stjórn á landamærunum til að geta í staðinn hjálpað þeim sem eru í mestri neyð, er þá ekki betra að þeir segi það hreint út í stað þess að tilkynna um nýja skjólgarða í Reykjavík? “ segir Sigmundur.

Hér má hlusta á þáttinn:

2 Comments on “„Skjólgarðar“ Reykjavíkurborgar eru flóttamannabúðir”

  1. Allt planað til að grafa undan samfélaginu okkar…. á þingi er fólk sem eru að vinna fyrir erlenda valda elítu.

Skildu eftir skilaboð