Hefur Jörðin hlýnað – við hvaða tímabil er miðað?

frettinErlent, LoftslagsmálLeave a Comment

Ástralski jarðfræðingurinn og prófessor emeritus við háskólann í Melbourne, Dr. Ian Plimer, segir í viðtali sem má sjá á YouTube (mín. 14:28) og fylgir hér neðar, að þegar saga loftslagsbreytinga á Jörðinni sé skoðuð þá megi sjá að í yfir 80% af jarðsögutímanum hefur Jörðin verið heitari og rakari en núna. Sjávarhæð hafi verið hærri en núna og við lifum á óvenjulegum tímum vegna þess að við höfum heimskautaís. Í minna en 20% af tíma Jarðarinnar hefur heimskautaís verið til staðar.

„Við erum raunverulega í miðri ísöld,“ segir Plimer. Hann bætti því einnig við að það hefðu orðið sex meiriháttar ísaldir á Jörðinni og þær hefðu allar byrjað þegar það var mun meiri koltvísýringur til staðar en er núna. Þá hafi ísöldin sem við erum raunverulega í núna byrjað fyrir 34 milljónum ára.

Plimer bendir einnig á (mín. 1:14:00) að það sé lykilatriði við mat á því hvort jörðin sé að hitna, hvaða tímabil í sögunni sé verið að miða við.

Plimer tekur sem dæmi að ef þú miðar við síðustu 38 ár, þá hafi ekki orðið nein breyting, ef miðað er við tímabilið upp úr 1850 hefur almenn hlýnun orðið um 0,7 gráður á Celsíus, með þremur tímabilum með nokkurri hlýnun og þremur tímabilum með nokkurri kólnun Ef miðað er við tímabil miðalda (um 476 e.Kr. til um 1500 e.Kr.), þá hefur kólnað um fjórar gráður á Celsíus síðan um árið 1200. Ef miðað er við tímabilið þegar víkingarnir fyrst komu fram í kringum 750 þá hefur orðið nokkur hlýnun. Ef þið viljið miða við tíma Krists þá hefur orðið kólnun um fimm gráður á Celsíus. „Þannig að ef þið eruð að segja mér að plánetan sé að hlýna, spyr ég -  síðan hvenær?“

Kuldinn hér á landi og víðar um heiminn eins og í Ástralíu undanfarna mánuði og stækkun íshellunnar á Suðurskautslandinu 2009-2019 ætti ekki að koma fólki á óvart í ljósi orða Ian Plimer.

Hér má hlusta á viðtalið við Plimer:

Skildu eftir skilaboð