Íslendingar styðja NATO eindregið

frettinInnlendar5 Comments

Björn Bjarnason skrifar:

Ný könnun á vegum NATO sýnir að yrði efnt til þjóðaratkvæðagreiðslu hér á landi um aðild að bandalaginu myndu 90% segja já við aðild eftir að óvissir hafa verið þurrkaðir út. Þá eru Íslendingar mjög hlynntir stuðningi við Úkraínumenn í stríðinu við Rússa.

Hér eru niðurstöður þessarar könnunar birtar og sérstaklega teknar út tölur sem varða Ísland:

Í aðdraganda ríkisoddvitafundar NATO sem verður í Vilníus 11. júlí var gerð könnun á viðhorfi almennings í 31 aðildarlandi bandalagsins til nokkurra meginatriða sem snerta bandalagið í bráð og lengd. Könnunin var gerð 17. apríl til 18. maí, og voru 1000 manns 18 ára og eldri í hverju landi spurðir (500 í Albaníu og Svartfjallalandi).

Samvinna milli NATO-þjóða í Norður-Ameríku og Evrópu:

59% telja land sitt njóta meira öryggis vegna samvinnu ríkja í Norður-Ameríku og Evrópu; 19% telja að svo sé ekki.

Ísland: 75% telja öryggið meira; 8% ósammála; 17% óvissir.

Öryggi til framtíðar:

73% telja bandalagið skipta miklu fyrir öryggi sitt til framtíðar; 9% telja að svo sé ekki.

Ísland: 41% telja bandalagið skipta mjög miklu; 36% talsverðu; 8% hvorki né; 5% skiptir engu; 9% óvissir.

Stuðningur við NATO-aðild:

Yrði efnt til þjóðaratkvæðagreiðslu myndu 70% segja já við NATO-aðild; 14% segðu nei.

Ísland: 75% já, 8% nei; 17% óvissir. Ef óvissir eru þurrkaðir út segja 90% já 10% nei.

Sameiginlegar varnir:

64% telja að land sitt ætti að verja annað NATO-land yrði á það ráðist; 11% eru ósammála.

Ísland: 45% taka til varna fyrir aðra; 21% hvorki né; 22% nei; 13% óvissir.

Líkur á erlendri árás:

62% telja að NATO-aðild minnki líkur á erlendri árás; 15% eru ósammála.

Ísland: 66% minnkar líkur; 14% hvorki né; 12% nei; 7% óvissir.

Útgjöld til varnarmála:

73% telja að viðhalda beri (37%) eða auka (36%) útgjöld til varnarmála.

Ísland: 21% auka; 40% viðhalda; 15% minnka; 24% óvissir.

Stríð Rússa við Úkraínumenn:

64% telja að innrás Rússa í Úkraínu hafi haft áhrif á öryggi lands þeirra; 28% telja að svo sé ekki.

Ísland: 19% mjög mikil áhrif; 50% já einhver áhrif; 19% nei ekki mjög mikil; 5% nei alls engin; 7% óvissir.

Traust til fjölmiðla:

49% treysta því að fjölmiðlar í landi sínu flytji þeim sannar fréttir um innrásina í Úkraínu; 46% gera það ekki. Miðað við sambærilega könnun fyrir 12 mánuðum hefur traust í garð fjölmiðla minnkað um 5 prósentustig og vantraust aukist um 5 prósentustig.

Ísland: 23% treysta fjölmiðlum mjög vel; 54% nokkuð vel; 13% ekki mjög vel; 7% alls ekki; 3% óvissir.

Stuðningur við Úkraínu:

65% samþykkja að Úkraína verði studd áfram; 25% vilja ekki styðja Úkraínu áfram.

Ísland: 64% styðja Úkraínu eindregið; 25% töluvert; 5% ekki; 3% óvissir.

Rússland:

66% eru neikvæðir í garð Rússlands; 10% jákvæðir.

Kína:

54% eru neikvæðir í garð Kína; 14% jákvæðir.

5 Comments on “Íslendingar styðja NATO eindregið”

  1. Segið svo að áróður í fjölmiðlum virki ekki! Það væri hægt að selja fólki þá þvælu að Þriðja Heimsstyrjöldin væri til góða fyrir mannkynið því hún myndi draga úr loftslagsmengun frá bílum og beljum!

  2. En nato eru svo vondir við litla putler. Geta ekki verið goðir menn á bakvið þetta.

  3. Brynjolfur,

    Ég er algjörlega sammála þér, stjórnvöld og fjölmiðlar heilaþvo almenning af hræðsluáróðri við Rússland og Kína, Þessi spillingaráróðursmaskína er sett í gang strax á vöggudeildinni.

    Grey Björn Bjarnason, það er ekki ósennileg að ég hafi komið við kaunin á honum í morgun þegar ég gagnrýndi hann og aðferðir hans flokks í mínu kommenti. Það er nú ósköp gott að geta búið til skoðanakannanir út úr einstrengislegri áróðursmaskínu stjórnmálana og fjölmiðla hér á landi sem gelta alltaf í sömu áttina „ þetta er góða fólkið og þetta er slæma fólkið“ þá er nú nokkuð ljóst hver niðurstaða þessara kannana yrði.

    Björn bjarnason er NATO kvolpur, hann gerir sér engan vegin grein fyrir hvar hætturnar liggja í heiminum, hann er algjörlega blindur og fylgir sínum átrúnaðargoðum Bandaríkjunum sem hann hefur tilbeðið frá blautu barnsbeini. Blessaður maðurinn sat á alþingi íslands í marga áratugi sem segir meira enn mörg orð hvað hann er námsfús og vel lesin. Það sem Björn Bjarnason hans skósveinar skilja ekki er það að það átti að leggja niður NATO og koma bandarísku herliði út úr Evrópu þegar kaldastríðinu lauk upp úr 1990. NATO þrífst á ýmynduðum óvin þar sem Rússland var fyrir valinu.

    Það sem Björn Bjarnason skilur ekki er það að hvorki Rússland né Bandaríkin planti sínu herliði á landamæri hvors annars, það er ógn við þjóðaröryggi þessara stóru kjarnorkuvelda.

    Ég er nú að vonast til að Donald Trump eða Robert F. Kennedy muni taka upp mun heilbrigðari stefnu í Bandaríkjunum enn kjáninn Joe Biden.

  4. Gleymi aldrei skaupinu að mig minnir 1986 þegar Örn Árnason lék.. Björn Bjarnason sem Rambó skjótandi með hríðskotabyssu (í þykistunni). Lítið meira hægt að segja um BB … Aldrei haft neitt álit á þessa mannveru. Hann hefur alltaf haft mikið blæti á USA en eitthvað segir mér að aðrir XD hafi haft það líka þó ekki eins opinbert eins og BB gamli. Þess má geta að mér finnst núverandi flokkforysta XD jafn hættuleg og VG báðir flokkarnir komnir út í extream socialisma sem er í raun glóbalismi sem WEF er að útlista til Vestur Evrópu. Ég vona hinsvegar að grasrótin hjá XD (ef hún er með bein í nefinu) tilbúin að vinna á móti þessum fáum einstaklingum sem hafa verið keyptir af erlendri elítu til að berjast á móti þessari stefnu þeirra.. Við Íslendingar þurfum að flykkjast bakvið hugmyndafræði Arnars Þór Jónssonar vara þingmanns Sjálfstæðisflokksins sem byggist á réttlæti og styrkja fullveldi okkar Íslendinga áður en það er of seint. Þeir eru fáir einstaklingarnir sem ég treysti fyrir framtíð okkar en í fyrsta sæti er hann Arnar.

  5. Trausti, það er nú bara margt rétt í þessu sem þú ert að segja.

Skildu eftir skilaboð