Skoðanalöggan, veiðileyfið og minnihlutafrekjan

frettinInnlent, Páll Vilhjálmsson, Pistlar1 Comment

Páll Vilhjálmsson skrifar:

,,Svo verður ekki horft fram hjá því að það er stórhættulegt hvernig skoðanalöggur halda umræðunni í heljargreipum. Þess vegna er svo margt sem erfitt er að ræða; allt frá íslenskri tungu yfir í kristindóminn og allt þar á milli. Þegar við bætist að fjölmiðlum fækkar þá verðum við að tala og tala hátt og ekki láta þessa skoðanakúgun stjórna umræðunni."

Ofanritað er tilvitnun í orð Kristrúnar Heimisdóttur í spjalli við Kolbrúnu Bergþórsdóttur í Helgarmogga.

Skoðanalöggur gefa aldrei upp nafn og númer. Tilfallandi man ekki eftir neinu dæmi um að einhver hafi gengist við skoðanalöggæslu. Enginn hreykir sér af iðjunni, enda er hún lítilmótleg og einkum tíðkuð af hugleysingjum sem fela sig í fjöldanum.

Skoðanalöggæsla fer þannig fram að einhver fær gefið út á sig veiðileyfi fyrir að segja eitthvað um heilagar kýr, s.s. samfélagshópa eða tískuskoðanir. Veiðileyfið er virkjað með því að fleiri fjölmiðlar taka undir, fréttir endurunnar á samfélagsmiðlum og stjórnmálamenn og umræðufrægir taka undir.

Í virkjuðu veiðileyfi kemst skotspónninn ekki að í umræðunni sem gengur út á að kaffæra það sem raunverulega var sagt en leggja út á versta veg skrumskælda útgáfu. Flestum er annt um álit samborgaranna á sér og taka nærri sér umtalið. Menn biðjast afsökunar eða fara í felur, verða hræddir. Til þess er leikurinn líka gerður.

Mörg veiðileyfi eru gefin út en aðeins fáein virkjuð. En þau eru nógu mörg til að halda fólki í þögn, segja ekki upphátt hugsanir sínar af ótta við að veiðileyfi verði gefið út og það virkjað. Mannorð og stundum atvinna er í hættu.

Skoðanalöggur starfa í tveim deildum. Efri deildin er skipuð fólki úr starfstétt fjölmiðlamanna, stjórnmálamanna og álitsgjafa, sem kallaðir eru umræðufrægir hér að ofan. Þessi deild er fámenn og lagskipt, samtals kannski 150 manns, gróft reiknað. Neðri deildin er fjölskrúðugri og greinist í fjölmarga undirhópa sem eiga þó flestir sameiginlegt að vera á vinstri væng stjórnmálanna. Í fjölda er neðri deildin tí- eða tvítugföld efri deild.

Verkaskiptin milli efri og neðri deilda skoðanalöggæslu er að efri deildin gefur út veiðileyfi en neðri deildin virkjar leyfið.

Skoðanalöggæsla starfar í menningarástandi sem kallast má-ekki-bjóða-þér-að-brjálast og er í grunninn frjálslynd afstæðishyggja. Ef mér finnst eitthvað hlýtur það að vera rétt og þeir sem andmæla mér særa tilfinningar mínar og eru vont fólk sem ætti að missa æru og helst líka lifibrauðið.

Þeir sem hallir eru undir þetta viðhorf eru blindir á að réttur einstaklingsins til persónulegrar sannfæringar getur aldrei vegið þyngra en málfrelsi þeirra sem eru andstæðrar skoðunar. En, nei, tilfinningar skulu trompa bæði andstæðar skoðanir og staðreyndir. Móðgist einhver gróflega er það talið til marks um heilsteyptan málflutning. Grátur með móðgun neglir niðurstöðuna.

Sagnfræðingurinn Eric Hobsbawm kom auga á þessa þróun í uppgjöri við 20stu öld. Um miðjan tíunda áratug liðinnar aldar skrifaði hann að andfélagsleg einstaklingshyggja tröllriði húsum, bæði sem opinber og óopinber hugmyndafræði, jafnvel hjá þeim sem hörmuðu afleiðingar hennar.

Um helgina mátti lesa frásögn karlmanns sem gerðist kona á fimmtugsaldri. Karlkonan sagðist hafa áttað sig á því fjögurra ára, segi og skrifa 4 ára, að hafa fæðst í röngum líkama. Allir sem vita eitthvað um lífið vita það tvennt að ekki er hægt að fæðast í röngum líkama og hitt að fjögurra ára barn veit fjarska lítið um sjálft sig og enn minna um lífið almennt. Karlkonan hefði allt eins getað sagt: ég vissi fyrir fæðingu að mér yrði úthlutað röngum líkama. Í hugmyndafræði andfélagslegrar einstaklingshyggju eru augljóslega vitfirrtar skoðanir teknar góðar og gildar sem trúverðug frásögn um veruleikann.

Einstaklingar haldnir einni eða annarri útgáfu af andfélagslegri einstaklingshyggju rotta sig iðulega saman og smíða sér minnihlutahóp vilja helst fá sérstökum dögum úthlutað á almanaksárinu. Sérviska þeirra andfélagslegu þarf áróðursstöðu og sýnileika. Í krafti þess að vera kúgaður minnihlutahópur gerir sérviskan sig gildandi í samfélagi sem býr ekki lengur að siðferðislegri kjölfestu, sbr. það sem áður sagði um frjálslynda afstæðishyggju, heldur er upp á náð og miskunn sérvitringahópa með skoðanalöggur á sínum snærum.

Í viðtalinu við Kolbrúnu kemur Kristrún inn á frekju minnihlutahópana (án þess að nota orðasambandið) og segir

Það var sagt að ekki mætti innræta börnum neitt. Ef við horfum í kringum okkur þá er fjöldinn allur af aðilum sem hafa frítt spil til að innræta börnum allt mögulegt. Spurningin sem stendur eftir er: Af hverju í ósköpunum mega börn ekki vita eitthvað um Jesúm Krist? Af hverju er það svona hættulegt? Menn þurfa að svara þeirri spurningu.

Tilfallandi amen á eftir efninu.

One Comment on “Skoðanalöggan, veiðileyfið og minnihlutafrekjan”

  1. Mikið er þetta raunsæ grein í okkar snar biluðum heimi, veröld sem elur á að stjórna skoðunum annara og kúga aðra til að hugsa tala og segja það sama og þau sem aðhyllast mesta fals sjálfsblekkingu og fáráðnleika þessarar aldar.
    Helst má nefna skemmdarvarga jafréttisins hina hrottafengnu ofbeldis feministana snar biluðu kvenn geðsjúklingana í Öfgar sem finna til með hundum meðan þær rakka karlkynið niður alla daga.
    Því næst raunveruleika blindir Trans dýrkendur og sýndarmennsku fylgendur þeirra sem krefjast þess að allir séu jafn ílla,út á túni og sjái hvorki né viti munin á raunveruleikanum eða ranghugsun eða raunverulegri konu eða afskornum karlmanni sem krefst þess að vera kallaður kona.
    Þetta er svona jafnvel þótt vitað mál sé að karlmaður verði aldrei kona nema þá í hugsun þeirra sem lifa í fáráðnleikanum og lýginni týnd í alskonar vandamálum sem hrjá megin part þeirra sem tilheyra þessum kjarna.
    Enfaldir og staur blindir þótt sèu með fulla sjón, krefjast þess að aðrir betur áttaðir rétt hugsandi afneiti raunveruleikanum og samþykki blekkinguna og að það sem ekki er raunverulegt til raunverulegt .

    Og þeir sem trúa stöðugu ruglinu ráðast miskunnarlaust á raunsætt fólk sem ekki syngja fölsku tónana með þeim og rappa upp á bak takt við sjálfsblekkinguna sem ræður ríkjum, blokka heiðarleikann til þess eins að vinna sig til vinsælda fyrir heimskuna og fá klapp á bakið frá öðrum jafn pikk föstum í risa stóru sjálfs blekkingunni að ekkert sé eins og það er í raun og veru heldur eins og þeir vilja að það sé.

Skildu eftir skilaboð