Í tilefni hinseginn daga

frettinHinsegin málefni, Innlent, Jón Magnússon5 Comments

Jón Magnússon skrifar:

Í kosningum 2015 í bænum Hamtramck í Michican í Bandaríkjunum urðu múslimar í meirihluta. Vinstri sinnaðir stjórnmálamenn fögnuðu og sögðu þetta sýna gildi fjölmenningar og fólk frá ólíkum menningarheimum, gæti búið saman í sátt og samlyndi.

Vinstri menn voru ekki lengi í Paradís og vissu ekki í hvorn fótinn þeir ættu að stíga þegar bæjarstjórnin í Hamtramck samþykki samhljóða, að banna regnbogafána hinsegin fólks í bænum. Múslimar sem fylltu ráðhús bæjarins fögnuðu.

Hvað hefði gerst ef kristið fólk hefði verið í meirihluta og bannað regnbogafánann? Vinstra fólkið hefði farið hamförum vegna ofbeldis gegn minnihlutahópi og staðið fyrir mótmælagöngum og óeirðum og sagt bannið sýna ógeðfelda og fordæmanlega hvíta kynjahyggju ferðarveldisins .

En þarna var meintur minnihlutahópur að taka afstöðu gegn öðrum meintum minnihlutahópi. Málstað hvors á vinstri hugmyndafræðin að taka? Ef þeir snúast gegn múslimunum geta þeir sagt að verið sé að þvinga þá til að samþykkja ákveðin gildi þvert á trúarskoðanir og haldið því fram að um sé að ræða Íslamshatur.

Sérkennilegt, að vinstra fólk á Vesturlöndum, sem áður voru boðberar frelsis og mannréttina og hinsegin fólk hér á landi, skuli ekki skynja að múslimar og hinsegin fólk eru andstæður og múslimar og fjölmenning eru andstæður. Þeir eru boðberar einmenningar í andstöðu við frjálslynd gildi mannréttinda og tjáningarfrelsis.

5 Comments on “Í tilefni hinseginn daga”

  1. Nei eitthvað gerst með stillingar, við þurfum nú að samþykkja allar athugasemdir það á ekki að vera þannig erum að vinna í þessu, takk fyrir ábendinguna

  2. Ég held að rússar séu að fara bestu leiðina í þessum efnum. Banna áróðurinn og svo hjálpa þeim sem vilja yfirgefa þennan lífsstíl. Kynvilla ber ekki ávöxt. Segi ekki meir.

  3. Brynjólfur, ég hef orðið var við þessa ritskoðun sem þú nefnir hjá þessum frábæra fjölmiðli, þrátt fyrir að þau neiti því!

Skildu eftir skilaboð