Danmörk bannar transmeðferðir á börnum: 8700% aukning síðan 2014

frettinInnlendarLeave a Comment

Danska læknatímaritið Ugeskrift for Læger, Journal of the Danish Medical Association, hefur staðfest að marktæk breyting hafi orðið í umönnun ungmenna með kynáttunarvanda í Danmörku. Flest ungmenni sem vísað er til miðlægu kynjastofunnar fá ekki lengur uppáskrifuð lyf sem innihalda kynþroskablokkun, hormóna og er skurðaðgerð ekki lengur í boði - í staðinn fá börnin meðferðarráðgjöf og stuðning.

Á innan við áratug hefur Danmörk, eins og öll önnur vestræn ríki, upplifað gífurlega aukningu á fjölda barna og ungmenna með kynáttunarvanda.  Árið 2014 voru aðeins fjögur skjalfest mál sem óskuðu eftir kynleiðréttingu fyrir börn. Árið 2022 jókst fjöldi tilvísana um 8700% prósent og voru þá 352 börn sem óskuðu eftir kynskiptiaðgerð. Svipað hefur gerst í fleiri löndum, þar sem nokkur þúsund prósenta aukning hefur verið á þessum aðgerðum og kynþroskabælandi meðferðum á innan við áratug, og fjöldi vestrænna ríkja hefur vaknað upp við vondan draum vegna þessa, bætist nú Danmörk á listann.

Aukning transmeðferða barna frá því árið 2014 í Danmörku.

Rökin fyrir þessari breytingu voru útskýrð í nýlegri útgáfu í Ugeskrift for Læger sem er vikublað lækna, tímariti danska læknafélagsins. Þessi grein veitir eina mikilvægustu opinberun til þessa, um læknisfræðilega og siðferðilega óvissu sem felst í því að veita ólögráða börnum varanleg og óafturkræf inngrip í líkama þeirra, og er það sett í samhengi við mjög takmarkaðan skilning á faraldsfræðilegri breytingu hjá þeim sem sækja meðferðirnar, mikil óvissa um langtímaárangur og vaxandi tíðni kynskiptiaðgerða.

Í greininni segir að þegar læknarnir áttuðu sig meðferðirnar sem þeir töldu sig vera að veita í góðri trú, voru byggðar á ófullnægjandi rannsóknum og sáu vaxandi vísbendingar um varanlegan skaða, var ákveðið að hætta meðferðunum. Í dag eru aðeins sex prósent tilvísana samþykktar fyrir hormónalyfjum og engir ólögráða einstaklingar mega gangast undir slíkar meðferðir eða skurðaðgerð.

Meira um málið má lesa hér.

Skildu eftir skilaboð