Réttleysisríki dyggðarflöggunar er skelfileg

frettinInnlent, Jón MagnússonLeave a Comment

Jón Magnússon skrifar:

Enn á ný beitir stjórn KSÍ refsivaldi gegn leikmanni landsliðsins í knattspyrnu vegna ásökunar sem hann getur ekki afsannað að svo stöddu. Öll þessi dyggðarskreyting stjórnar KSÍ er andstæð grundvallarreglum laga um að hver skuli talinn saklaus þangað til sekt hans er sönnuð. 

Stjórn KSÍ eyðilagði íslenska landsiðið um árabil vegna þessarar dyggðarskreytingar gagnvart okkar bestu landsliðsmönnum vegna ásakana, sem ekkert varð úr. Nú á að halda áfram þeim leik. 

KSÍ er ekki eitt um þessi viðbrögð því miður. Íslenska dyggðarsamfélagið hefur hverfst um refsigleði af þessum toga um nokkurra ára skeið. En það er ekki hlutverk KSÍ að refsa fólki og það á ekki að taka sér refsivald í hönd.

Það sem er enn alvarlegra við þessa nýtískulegu refsigleði gagnvart mönnum, sem hafa ekki haft tækifæri til að grípa til varna er að refsing hins nýgerða almannavalds í réttleysisríki dyggðarflöggunarinnar, felst í því sama og var á svörtustu tímum í sögu kaþólsku kirkjunnar þegar menn voru bannfærðir og gátu enga björg sér veitt. Þeir máttu ekki vinna og enginn mátti rétta þeim hjálparhönd. Í Réttleysisríki dyggðarflöggunarinnar eru menn flæmdir úr starfi og geta takmarkaða björg sér veitt að því leyti er um harðari refsingu að ræða, en almannavaldið gerir mönnum sannist meint sök þeirra. 

Svona má þetta ekki ganga til. Hver einstaklingur verður að njóta mannréttinda og þeirra kosta sem réttarríkið býður þegnum sínum. 

Skildu eftir skilaboð