Heildarmyndin: „þessir vísindamenn sjá fram á að vera sviptir rannsóknastyrkjum og mannorði sínu ef þeir traðka á tám lyfjarisanna“

frettinGeir Ágústsson, Pistlar, Vísindi1 Comment

Geir Ágústsson skrifar:

Við teljum okkur vera umkringd fréttum. Þær eru jú í útvarpinu, sjónvarpinu, fréttamiðlar deila efni á samfélagsmiðlum og við opnum fréttasíður í símanum við hvert tækifæri. Fréttir hvert sem litið er!

En svo er ekki.

Hvað hafa íslenskir miðlar sagt okkur mikið frá stjórnarbyltingunum í fyrrum nýlendum Frakka í Áfríku? Lítið. Hvað segja þær okkur um rannsóknir á sprautunum sem allir voru eindregið hvattir til að þiggja á veirutímum? Nákvæmlega ekkert. Hvað vitum við mikið um langvarandi átök í Jemen? Sama og ekkert. Og er mikið fjallað um að á Íslandi eru að bætast við 15 útlendingar fyrir hvern Íslending sem fæðist? Nei, ætli það.

Í staðinn vitum við allt um hvert einasta þorp sem skiptir um hendur í Úkraínu og hvaða nýju afbrigði af kvefpestum eru farin að greinast.

En það er auðvitað ekki við innlenda miðla í litlu landi að sakast. Þeir eru einfaldlega að reyna fá áhorf og lestur. Og enginn á Íslandi hefur áhuga á því hver stjórnar Afríkuríki eða er sprengdur í loft upp í brúnu landi.

Til að fá einhvers konar hugmynd um heildarmynd þarf að skoða marga, ólíka miðla. Líka fjölmiðla sem eru undir enn meiri þrýstingi yfirvalda en íslenskir til að segja réttar fréttir (eða hætta á að fá ekki neitt þegar næsta umferð fjölmiðlastyrkja í boði skattgreiðenda fer í útdeilingu).

En þetta ristir jafnvel dýpra. Blaðamaðurinn Alex Berenson benti um daginn á að svo virtist sem rannsóknir á sprautunum góðu séu að mestu leyti að fara fram utan Bandaríkjanna og bendir á fjölmörg dæmi máli sínu til stuðnings. Og hvernig stendur á því? Berenson veltir því fyrir sér:

En nú þegar væntingar vetrarins 2021 um mRNA kraftaverk er horfið hafa bandarískir vísindamenn og stofnanir líka horfið. Fjarvera bandarískra rannsókna í vísindagreinum sem rannsaka vandamálin með stungurnar verður sífellt meira áberandi með hverri viku.

Bilið er sérstaklega áberandi vegna þess að lífeðlisfræðisamstæðan í Bandaríkjunum er sú öflugasta og best fjármagnaða í heiminum. Án þátttöku hennar munu framfarir í skilningi þessara mála gerast mun hægar.

Hvers vegna þetta áhugaleysi bandarískra vísindamanna? Og hvað ef eitthvað er hægt að gera til að breyta því?

**********

"But now that the winter 2021 promise of an mRNA miracle has vanished, American scientists and institutions have disappeared too. The lack of American research on papers examining problems with the jabs grows more glaring each week.

The gap is especially notable because the United States biomedical complex is the most powerful and best-funded in the world. Without its involvement, progress on understanding these issues will occur much more slowly.

Why this studied disinterest from American scientists? And what if anything can be done to change it?"

Já, þegar stórt er spurt. Kannski blasir svarið við: Þessir vísindamenn sjá fram á að vera sviptir rannsóknastyrkjum og mannorði sínu ef þeir traðka á tám lyfjarisanna.

Og það sem meira er: Þegar bandarísku fjölmiðlarnir sem íslenskir blaðamenn afrita eru ekki að fjalla um rannsóknir - frá Hong Kong, Singapore, Ítalíu og víðar - þá fjalla íslenskir blaðamenn auðvitað heldur ekki um þær.

Og heimsmynd íslenskra fréttaneytenda verður minni fyrir vikið.

Það skortir mikið á að fjölmiðlar okkar veiti nokkuð sem svo mikið sem minnir á heildarmyndina. Ég er ekki að segja að ég hafi hana á reiðum höndum, en ég reyni, því ég treysti ekki blaðamönnum. Nema kannski fyrir íþróttaúrslitunum.

One Comment on “Heildarmyndin: „þessir vísindamenn sjá fram á að vera sviptir rannsóknastyrkjum og mannorði sínu ef þeir traðka á tám lyfjarisanna“”

  1. Fréttin og útvarp Saga eru einu miðlarnir (sýnist mér) sem fjallar um fréttir sem hinir ekki vilja fjalla um……Og er ég að sjá fleiri og fleiri deila fréttum þaðan…..

Skildu eftir skilaboð